Andvaraleysi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Til að viðhalda hjarðónæmi gegn mislingum þarf hlutfall ónæmra í hverju samfélagi – það er þeirra sem eru bólusettir og þeirra sem áður hafa smitast – að vera á bilinu 90 til 95%. Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu. Hjarðónæmi er, eins og svo margt sem er okkur dýrmætt, erfitt að öðlast en auðvelt að glata. Hér á Íslandi hefur öflug þátttaka í bólusetningum undanfarin ár skilað öflugri vernd fyrir þá sem ekki geta fengið bólusetningu sökum ungs aldurs eða veikinda. Þó svo að hér sé lítil hætta á víðtækri útbreiðslu mislinga, þá hefur þátttaka í bólusetningum farið minnkandi undanfarið. Í 18 mánaða bólusetningu fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR) árið 2015 var þátttakan á bilinu 83 til 92 prósent eftir landshlutum. Augljóslega er þetta ekki viðunandi þátttaka, þá sérstaklega í ljósi þess sem nú er að gerast beggja vegna Atlantsála, og raunar í flestum heimshornum, þar sem á undanförnum árum hefur orðið ískyggileg aukning í mislingasmiti. Aukning sem í raun ógnar þeim góða árangri sem náðst hefur í baráttunni við mislinga. Tilfelli eins og það sem Fréttablaðið greinir frá í dag, þar sem 11 mánaða gamalt barn var greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa setið í flugvél með einstaklingi með smitberandi tilfelli sjúkdómsins, gefur ekki tilefni til hræðslu eða ótta um það sem koma skal í þessum efnum. Sem stendur eru varnir okkar gegn mislingum öflugar. En sá grunnur sem þessar varnir eru reistar á verður æ veikari. Þannig er tilfelli barnsins, sem nú er í góðum höndum lækna og heilsast vel, fyrst og fremst áminning um það nauðsynlega markmið að viðhalda öflugu hjarðónæmi hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best þegar kemur að því að tryggja góða þátttöku í bólusetningum. Sumir vilja neyða fólk til þátttöku, ýmist með lögum eða hótunum um félagslega útskúfun með því að gera bólusetningu skilyrði fyrir skólagöngu. Þó mikið sé í húfi þá ætti fyrst að beita öðrum og mildari aðferðum, eins og betri fræðslu um bólusetningar og smitsjúkdóma, og skilvirkari skráningu og eftirfylgni af hálfu heilsugæslunnar. Jafnframt þarf nauðsynlega að varpa ljósi á það af hverju þátttaka í bólusetningum á Vestfjörðum var aðeins 83 prósent árið 2015, og 89 prósent á Suðurnesjum. Þannig er markmiðið ekki aðeins það að halda tilfellum mislinga í lágmarki, heldur að bægja frá enn svæsnari sýkingu sem felst í andvaraleysi gagnvart þeim árangri sem náðst hefur. Til að varnir okkar gegn mislingum haldist viðunandi þá verður að fræða þá sem ekki vita að veiran er alvarlegur sjúkdómur sem enginn þarf að þjást af og að bóluefni er besta leiðin til að ná þeim árangri.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun