Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ari Brynjólfsson skrifar 5. mars 2019 07:30 Bólusett er fyrir mislingum við 18 mánaða aldur. Valtýr hvetur foreldra til að fresta því ekki. Fréttablaðið/Ernir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05