Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár 5. mars 2019 13:52 Aldrei hefur verið leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú að sögn Þorsteins Sigurðssonar sviðsstjóra uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum. Sjávarútvegur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum.
Sjávarútvegur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira