Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 06:00 Eyþór Arnalds kynnti kjarapakkann á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45