Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Sveinn Arnarsson skrifar 6. mars 2019 06:30 Viðbúnaður er á Landspítala vegna mislingasmita sem staðfest hafa verið undanfarna daga. Fréttablaðið/Heiða Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga eftir að erlendur smitberi sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn og áfram til Egilsstaða degi seinna. Er þetta mesti fjöldi tilfella smita síðan árið 1977. Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum en yfirlæknir bráðadeildar telur plássleysi geta valdið erfiðleikum smitist fleiri af mislingum. Mislingar eru bráðsmitandi og greindust síðast árið 2017 í barni sem hafði dvalið erlendis lengi. Á árunum 1998 til 2017 höfðu aðeins þrjú tilfelli komið upp. Því eru fjögur staðfest tilvik nokkuð mikið stökk frá því sem við höfum þekkt hér á landi vegna útbreiddrar bólusetningar fyrir mislingum í íslensku heilbrigðiskerfi. „Boðað var til neyðarfundar með sóttvarnalækni vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna vegna mislingasmita sem hafa verið staðfest. Sóttvarnalæknir stýrir ákveðnum aðgerðum til að bregðast við og varna frekari útbreiðslu,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans. „Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir unnið að því að lágmarka líkur á því að mislingar geti breiðst út til fleiri. „Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum,“ segir Þórólfur. Annað barnanna, sem greind hafa verið með mislingasmit, var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Þeim börnum sem hafa verið á þessum leikskóla, og eru óbólusett vegna aldurs eða annara ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í eins litlu samneyti og hægt er við annað fólk í rúmar tvær vikur. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar kemur fram að smitberar hafi farið víða um Austurland og séu starfsmenn í vinnu við að finna það fólk sem gæti hafa smitast af þeim. „Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá,“ segir í tilkynningu. Hafa ber í huga að þau börn sem hafa nú smitast af mislingum smitast ekki vegna vanrækslu foreldra og tregðu þeirra til að bólusetja börn sín. Þau eru einfaldlega of ung til að fá bólusetningu við mislingum sem gerist við átján mánaða aldur hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga eftir að erlendur smitberi sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn og áfram til Egilsstaða degi seinna. Er þetta mesti fjöldi tilfella smita síðan árið 1977. Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum en yfirlæknir bráðadeildar telur plássleysi geta valdið erfiðleikum smitist fleiri af mislingum. Mislingar eru bráðsmitandi og greindust síðast árið 2017 í barni sem hafði dvalið erlendis lengi. Á árunum 1998 til 2017 höfðu aðeins þrjú tilfelli komið upp. Því eru fjögur staðfest tilvik nokkuð mikið stökk frá því sem við höfum þekkt hér á landi vegna útbreiddrar bólusetningar fyrir mislingum í íslensku heilbrigðiskerfi. „Boðað var til neyðarfundar með sóttvarnalækni vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna vegna mislingasmita sem hafa verið staðfest. Sóttvarnalæknir stýrir ákveðnum aðgerðum til að bregðast við og varna frekari útbreiðslu,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans. „Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir unnið að því að lágmarka líkur á því að mislingar geti breiðst út til fleiri. „Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum,“ segir Þórólfur. Annað barnanna, sem greind hafa verið með mislingasmit, var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Þeim börnum sem hafa verið á þessum leikskóla, og eru óbólusett vegna aldurs eða annara ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í eins litlu samneyti og hægt er við annað fólk í rúmar tvær vikur. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar kemur fram að smitberar hafi farið víða um Austurland og séu starfsmenn í vinnu við að finna það fólk sem gæti hafa smitast af þeim. „Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá,“ segir í tilkynningu. Hafa ber í huga að þau börn sem hafa nú smitast af mislingum smitast ekki vegna vanrækslu foreldra og tregðu þeirra til að bólusetja börn sín. Þau eru einfaldlega of ung til að fá bólusetningu við mislingum sem gerist við átján mánaða aldur hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33