Lítil skref Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. mars 2019 07:00 Frumskógarlögmál og verðbólga ríkja á húsnæðismarkaði. Þetta kristallast meðal annars í þeirri staðreynd að húsnæðisverð hefur hækkað um 100 prósent á síðustu átta árum í stærsta sveitarfélagi landsins þar sem flestir búa. Þessi óviðunandi staða er síst til þess fallin að liðka fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í deilum milli aðila vinnumarkaðarins. Krafa verkalýðsfélaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði er engin tilviljun. Forkólfar þessara verkalýðsfélaga hafa látið hafa eftir sér að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Forseti ASÍ lýsti yfir neyðarástandi í þeim efnum á dögunum. Verð á húsnæði hefur óumdeilanlega hækkað umfram launaþróun undanfarin misseri. Erfitt er fyrir ungt fólk að stíga fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Leiguverð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Íbúðalánasjóður metur sem svo að fleiri þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn svo jafnvægi náist. Það er til mikils að vinna að lending náist milli deiluaðila í kjaraviðræðum. Staðan á húsnæðismarkaði og sífellt harðnandi deilur á vinnumarkaði haldast óhjákvæmilega í hendur. Stjórnvöld þurfa að bregðast við sjálfsköpuðum vanda með einhverjum hætti. Þar er hlutur sveitarfélaganna mestur. Eitt af því sem stjórnmálamenn geta gert strax, nú á viðkvæmum tímum, er að lækka álögur og skatta á fasteignaviðskipti. Slík gjöld hafa áhrif til hækkunar fasteignaverðs, draga úr framboði og rýra hlut kaupenda, seljenda og leigjenda. Tvö lítil skref voru stigin í þá átt í gær. Annars vegar mæltu þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorsteinn Víglundsson fyrir afnámi svokallaðs stimpilgjalds, sem er 0,8 prósent gjald af verði fasteignar við kaup. Fyrir 35 milljóna króna íbúð greiðir kaupandinn því stimpilgjald upp á 300 þúsund krónur við kaupin. Þetta gjald vilja þingmennirnir fella niður. Hins vegar lögðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn meðal annars til að svokölluðum byggingarréttargjöldum yrði stillt í hóf. 25 þúsund króna lækkun á því gjaldi á fermetra myndi lækka leigu á 90 fermetra íbúð um eitt hundrað þúsund krónur á ári. Þótt afnám stimpilgjalds skipti ef til vill ekki sköpum fyrir fólk við fasteignakaup og hundrað þúsund krónur á ári sé ekki nægjanleg lækkun fyrir þá verst settu á leigumarkaði eru hugmyndirnar góðar og uppbyggilegar. Það var því miður að meirihlutinn í borgarstjórn skyldi fella tillöguna um byggingarréttargjöld. Mörg lítil skref geta fleytt okkur ansi langt. Það væri óskandi að fleiri hugmyndir af svipuðum toga yrðu bornar á borð af hálfu stjórnmálamanna. Á meðan erum við að minnsta kosti að þokast í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumskógarlögmál og verðbólga ríkja á húsnæðismarkaði. Þetta kristallast meðal annars í þeirri staðreynd að húsnæðisverð hefur hækkað um 100 prósent á síðustu átta árum í stærsta sveitarfélagi landsins þar sem flestir búa. Þessi óviðunandi staða er síst til þess fallin að liðka fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í deilum milli aðila vinnumarkaðarins. Krafa verkalýðsfélaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði er engin tilviljun. Forkólfar þessara verkalýðsfélaga hafa látið hafa eftir sér að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Forseti ASÍ lýsti yfir neyðarástandi í þeim efnum á dögunum. Verð á húsnæði hefur óumdeilanlega hækkað umfram launaþróun undanfarin misseri. Erfitt er fyrir ungt fólk að stíga fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Leiguverð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Íbúðalánasjóður metur sem svo að fleiri þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn svo jafnvægi náist. Það er til mikils að vinna að lending náist milli deiluaðila í kjaraviðræðum. Staðan á húsnæðismarkaði og sífellt harðnandi deilur á vinnumarkaði haldast óhjákvæmilega í hendur. Stjórnvöld þurfa að bregðast við sjálfsköpuðum vanda með einhverjum hætti. Þar er hlutur sveitarfélaganna mestur. Eitt af því sem stjórnmálamenn geta gert strax, nú á viðkvæmum tímum, er að lækka álögur og skatta á fasteignaviðskipti. Slík gjöld hafa áhrif til hækkunar fasteignaverðs, draga úr framboði og rýra hlut kaupenda, seljenda og leigjenda. Tvö lítil skref voru stigin í þá átt í gær. Annars vegar mæltu þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorsteinn Víglundsson fyrir afnámi svokallaðs stimpilgjalds, sem er 0,8 prósent gjald af verði fasteignar við kaup. Fyrir 35 milljóna króna íbúð greiðir kaupandinn því stimpilgjald upp á 300 þúsund krónur við kaupin. Þetta gjald vilja þingmennirnir fella niður. Hins vegar lögðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn meðal annars til að svokölluðum byggingarréttargjöldum yrði stillt í hóf. 25 þúsund króna lækkun á því gjaldi á fermetra myndi lækka leigu á 90 fermetra íbúð um eitt hundrað þúsund krónur á ári. Þótt afnám stimpilgjalds skipti ef til vill ekki sköpum fyrir fólk við fasteignakaup og hundrað þúsund krónur á ári sé ekki nægjanleg lækkun fyrir þá verst settu á leigumarkaði eru hugmyndirnar góðar og uppbyggilegar. Það var því miður að meirihlutinn í borgarstjórn skyldi fella tillöguna um byggingarréttargjöld. Mörg lítil skref geta fleytt okkur ansi langt. Það væri óskandi að fleiri hugmyndir af svipuðum toga yrðu bornar á borð af hálfu stjórnmálamanna. Á meðan erum við að minnsta kosti að þokast í rétta átt.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun