Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:11 Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir áður en aðalmeðferðin hófst í morgun. Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning. Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning.
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15