Beitir fékk á sig brot Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2019 13:19 Enginn úr áhöfninni slasaðist og eru viðbrögð áhafnarinnar sögð hafa komið í veg fyrir að skemmdirnar urðu miklar. Síldarvinnslan Brot skall á Beiti frá Neskaupstað á laugardaginn og olli það skemmdum um borð. Enginn úr áhöfninni slasaðist og eru viðbrögð áhafnarinnar sögð hafa komið í veg fyrir að skemmdirnar urðu miklar. Brotið skall á skipinu þegar áhöfn þess var sigla því frá kolmunnamiðum vestur af Írlandi. Á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Sturlu Þórðarsyni, skipstjóra, að mikil bræla hafi verið þegar brotið skall fyrirvaralaust aftarlega bakborðsmegin á Beiti. „Þetta var svakalegt dúndur. Tvö kýraugu í klefa á íbúðargangi aðalþilfars sprungu inn og svonefndar blindlúgur sem loka kýraugunum að innanverðu brotnuðu. Að auki brotnaði gluggi á dekkshúsi á efra þilfari. Sjórinn fossaði inn í umræddan klefa og þar var einn úr áhöfninni sem á endanum stóð í sjó í mitti. Fyrir hann hefur þetta verið einkar óþægileg upplifun,“ Sturla. Þá segir hann að sem betur fer hafi engin slasast og alltaf megi gera við járn og tré um borð. Karl Jóhann Birgisson, rekstrarstjóri útgerðar Síldarvinnslunnar segir sjóinn hafa dreifst um allan íbúðargang Beitis og farið inn í alla klefa. Áhöfnin hafi þó fljótt náð að þurrka allt svæðið og þétta kýraugun sem brotnuðu. Ráðist hafi verið í viðgerðir strax þegar Beiti kom í höfn í gær og þeim hafi lokið í gærkvöldi.Viðgerðum lauk í gærkvöldi.Síldarvinnslan Fjarðabyggð Sjávarútvegur Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Sjá meira
Brot skall á Beiti frá Neskaupstað á laugardaginn og olli það skemmdum um borð. Enginn úr áhöfninni slasaðist og eru viðbrögð áhafnarinnar sögð hafa komið í veg fyrir að skemmdirnar urðu miklar. Brotið skall á skipinu þegar áhöfn þess var sigla því frá kolmunnamiðum vestur af Írlandi. Á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Sturlu Þórðarsyni, skipstjóra, að mikil bræla hafi verið þegar brotið skall fyrirvaralaust aftarlega bakborðsmegin á Beiti. „Þetta var svakalegt dúndur. Tvö kýraugu í klefa á íbúðargangi aðalþilfars sprungu inn og svonefndar blindlúgur sem loka kýraugunum að innanverðu brotnuðu. Að auki brotnaði gluggi á dekkshúsi á efra þilfari. Sjórinn fossaði inn í umræddan klefa og þar var einn úr áhöfninni sem á endanum stóð í sjó í mitti. Fyrir hann hefur þetta verið einkar óþægileg upplifun,“ Sturla. Þá segir hann að sem betur fer hafi engin slasast og alltaf megi gera við járn og tré um borð. Karl Jóhann Birgisson, rekstrarstjóri útgerðar Síldarvinnslunnar segir sjóinn hafa dreifst um allan íbúðargang Beitis og farið inn í alla klefa. Áhöfnin hafi þó fljótt náð að þurrka allt svæðið og þétta kýraugun sem brotnuðu. Ráðist hafi verið í viðgerðir strax þegar Beiti kom í höfn í gær og þeim hafi lokið í gærkvöldi.Viðgerðum lauk í gærkvöldi.Síldarvinnslan
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Sjá meira