Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 18:25 Bjarkey og Rósa Björk vilja að nöfn vændiskaupenda verði birt í dómum. Vísir/Vilhelm/Stefán Tveir af þingmönnum Vinstri grænna vilja að vændiskaupendur verði nafngreindir hér á landi ríkir nafnleynd í dómum sem varða einstaklinga sem hafa gerst sekir um kaup á vændi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrr í dag að henni hefði ekki staðið á sama þegar hún horfði á fréttaskýringu Kveiks um vændi hér á landi. Þar var talað um að framboð á vændi hér á landi sé yfirdrifið og það sé jafn auðvelt að kaupa vændi eins og að panta mat. „Varla viljum við hafa samfélagið með þessum hætti, að það sé bara eins og að kaupa pítsu að panta vændi,“ sagði Bjarkey. Hún segir sænsku leiðina hafa verið tekna upp hér á landi árið 2009 þannig að sala á vændi er lögleg en kaupin ólögleg. Þar að auki er vændi skilgreint sem ofbeldi í lögunum. „Refsingar við vændi eru þó allt of vægar hér á landi að mínu mati og enn ríkir nafnleynd í slíkum dómum ólíkt því sem tíðkast hjá frændum okkar í Svíþjóð þar sem vændiskaupendur eru nafngreindir. Maður skyldi ætla að nafngreining myndi hafa áhrif á þá sem velta fyrir sér þessum fyrirlitlegu viðskiptum og það finnst mér að við eigum að taka upp,“ sagði Bjarkey. Að mati hennar er aðgerða þörf til að minnka eftirspurn eftir vændi á Íslandi.Bjarkey Olsen lét þessa skoðun sína í ljós á þingi í dag.Vísir/vilhelm„Þó að til séu þeir einstaklingar sem skilgreina sig sem hamingjusömu hóruna eru fleiri sem glíma við alvarlegar afleiðingar þess að hafa starfað við vændi. Þá getur reynst gríðarlega erfitt fyrir fólk að losna úr vændi og málaflokkurinn er flókinn viðureignar fyrir lögreglu eins og endurspeglast m.a. í þeim stóra hópi þolenda vændis sem hafa leitað sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð,“ sagði Bjarkey. Hún sagði að mögulega ætti ekkert af þessu að koma þingmönnum á óvart. „Ef litið er til þess að einn staðurinn sem var til umfjöllunar í gærkvöldi er steinsnar frá Alþingi og Héraðsdómi Reykjavíkur, rétt hinum megin við Austurvöll. Göngum við mörg hver daglega þar fram hjá á leið okkar til og frá vinnu, sjáum hvað þar fer fram. Vændi er kynferðisofbeldi og það á að afgreiða það í dómskerfinu sem slíkt. Og til að það sé sagt þá skulum við aldrei tala öðruvísi en þannig að ábyrgðin liggur hjá þeim sem kaupa vændi. Ábyrgðin liggur þar og þar á hún að vera,“ sagði Bjarkey. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir þetta sjónarmið en hún sagði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að birta ætti nöfn vændiskaupenda og hækka sektir. „Hert viðurlög við því að kaupa aðgang að líkama annarrar manneskju. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég er meira en til í það.“ Alþingi Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Tveir af þingmönnum Vinstri grænna vilja að vændiskaupendur verði nafngreindir hér á landi ríkir nafnleynd í dómum sem varða einstaklinga sem hafa gerst sekir um kaup á vændi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrr í dag að henni hefði ekki staðið á sama þegar hún horfði á fréttaskýringu Kveiks um vændi hér á landi. Þar var talað um að framboð á vændi hér á landi sé yfirdrifið og það sé jafn auðvelt að kaupa vændi eins og að panta mat. „Varla viljum við hafa samfélagið með þessum hætti, að það sé bara eins og að kaupa pítsu að panta vændi,“ sagði Bjarkey. Hún segir sænsku leiðina hafa verið tekna upp hér á landi árið 2009 þannig að sala á vændi er lögleg en kaupin ólögleg. Þar að auki er vændi skilgreint sem ofbeldi í lögunum. „Refsingar við vændi eru þó allt of vægar hér á landi að mínu mati og enn ríkir nafnleynd í slíkum dómum ólíkt því sem tíðkast hjá frændum okkar í Svíþjóð þar sem vændiskaupendur eru nafngreindir. Maður skyldi ætla að nafngreining myndi hafa áhrif á þá sem velta fyrir sér þessum fyrirlitlegu viðskiptum og það finnst mér að við eigum að taka upp,“ sagði Bjarkey. Að mati hennar er aðgerða þörf til að minnka eftirspurn eftir vændi á Íslandi.Bjarkey Olsen lét þessa skoðun sína í ljós á þingi í dag.Vísir/vilhelm„Þó að til séu þeir einstaklingar sem skilgreina sig sem hamingjusömu hóruna eru fleiri sem glíma við alvarlegar afleiðingar þess að hafa starfað við vændi. Þá getur reynst gríðarlega erfitt fyrir fólk að losna úr vændi og málaflokkurinn er flókinn viðureignar fyrir lögreglu eins og endurspeglast m.a. í þeim stóra hópi þolenda vændis sem hafa leitað sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð,“ sagði Bjarkey. Hún sagði að mögulega ætti ekkert af þessu að koma þingmönnum á óvart. „Ef litið er til þess að einn staðurinn sem var til umfjöllunar í gærkvöldi er steinsnar frá Alþingi og Héraðsdómi Reykjavíkur, rétt hinum megin við Austurvöll. Göngum við mörg hver daglega þar fram hjá á leið okkar til og frá vinnu, sjáum hvað þar fer fram. Vændi er kynferðisofbeldi og það á að afgreiða það í dómskerfinu sem slíkt. Og til að það sé sagt þá skulum við aldrei tala öðruvísi en þannig að ábyrgðin liggur hjá þeim sem kaupa vændi. Ábyrgðin liggur þar og þar á hún að vera,“ sagði Bjarkey. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir þetta sjónarmið en hún sagði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að birta ætti nöfn vændiskaupenda og hækka sektir. „Hert viðurlög við því að kaupa aðgang að líkama annarrar manneskju. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég er meira en til í það.“
Alþingi Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira