Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Sveinn Arnarsson skrifar 7. mars 2019 06:00 Margir vilja klára bólusetningu barna sinna sem fyrst. Ólíklegt þykir að birgðir klárist áður en nýr skammtur kemur til landsins. FBL/Ernir Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira