Kona á réttum stað Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. mars 2019 07:00 Ráðherraembætti þykir víst gott djobb en þeim einstaklingum sem því gegna hverju sinni verður mismikið úr verki. Sumir halla sér makindalega aftur í ráðherrastólnum og reyna að hafa það sem notalegast. Það er helst að þeir sýni lit þegar sérhagsmunaöfl krefjast þess að þörfum þeirra sé sinnt. Þá kinkar ráðherrann nánast sjálfkrafa samþykkjandi kolli. Þetta hefur til dæmis iðulega orðið raunin þegar kemur að hagsmunum stórútgerðarinnar sem er stöðugt að græða en ber sig samt alltaf jafn illa. Þá bregst varla að ráðherrar sýni sanna hluttekningu í verki, enda yfirleitt um þeirra eigin flokksmenn að ræða. Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja stjórnina. Lilja hefur ekki setið lengi á stól mennta- og menningarmálaráðherra en nýtir tíma sinn gríðarlega vel og henni hefur þegar orðið mikið úr verki. Það er vissulega skynsamlegt því á þessum síðustu og ekki alltaf jafn góðu tímum hefur ríkisstjórnum landsins ekki orðið langra lífdaga auðið. Sumir iðja jafnvel við það að telja niður daga þessarar ríkisstjórnar og spá henni óförum fyrr en síðar. Til þess þarf ekki mikið hugmyndaflug, séu örlög síðustu ríkisstjórna höfð í huga. Lilja vann bókmenntum í landinu mikið gagn með frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, en í því felst að bókaútgefendur fá endurgreiðslur á hluta kostnaðar við útgáfu. Bókaútgáfa á Íslandi er erfið og við hana þarf að styðja með öllum mögulegum ráðum. Þar hefur mennta- og menningarmálaráðherra sannarlega lagt sitt af mörkum. Lilja veit að lestur er þroskandi, eykur samkennd og víðsýni og eflir hið mikilvæga ímyndunarafl. Ráðherranum er sömuleiðis annt um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, eins og sannarlega er þörf á. Þar má vissulega deila um einstaka útfærslur en því ber að fagna að loksins sé gripið til nauðsynlegra björgunaraðgerða. Í vikunni boðaði Lilja síðan stórsókn í menntamálum til að fjölga kennurum og styðja við hið mikilvæga starf þeirra. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám og þeir geta einnig sótt um námsstyrki. Það er ekki oft sem ákvarðanir stjórnmálamanna framkalla orðin: „Loksins, loksins …“ en Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, lét einmitt þau orð falla í viðtali og bætti við að nú væri fókusinn kominn á réttan stað, sem sagt á mannauðinn í menntakerfinu. Það er langt í frá að þjóðin sé alltaf ánægð með ráðherra sína. Hún á samt að kunna að meta það sem vel er gert. Ljóst er að Lilja Alfreðsdóttir er að standa sig stórvel í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þarna er kona sem er sannarlega á réttum stað. Megi hún vera þar sem lengst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ráðherraembætti þykir víst gott djobb en þeim einstaklingum sem því gegna hverju sinni verður mismikið úr verki. Sumir halla sér makindalega aftur í ráðherrastólnum og reyna að hafa það sem notalegast. Það er helst að þeir sýni lit þegar sérhagsmunaöfl krefjast þess að þörfum þeirra sé sinnt. Þá kinkar ráðherrann nánast sjálfkrafa samþykkjandi kolli. Þetta hefur til dæmis iðulega orðið raunin þegar kemur að hagsmunum stórútgerðarinnar sem er stöðugt að græða en ber sig samt alltaf jafn illa. Þá bregst varla að ráðherrar sýni sanna hluttekningu í verki, enda yfirleitt um þeirra eigin flokksmenn að ræða. Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja stjórnina. Lilja hefur ekki setið lengi á stól mennta- og menningarmálaráðherra en nýtir tíma sinn gríðarlega vel og henni hefur þegar orðið mikið úr verki. Það er vissulega skynsamlegt því á þessum síðustu og ekki alltaf jafn góðu tímum hefur ríkisstjórnum landsins ekki orðið langra lífdaga auðið. Sumir iðja jafnvel við það að telja niður daga þessarar ríkisstjórnar og spá henni óförum fyrr en síðar. Til þess þarf ekki mikið hugmyndaflug, séu örlög síðustu ríkisstjórna höfð í huga. Lilja vann bókmenntum í landinu mikið gagn með frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, en í því felst að bókaútgefendur fá endurgreiðslur á hluta kostnaðar við útgáfu. Bókaútgáfa á Íslandi er erfið og við hana þarf að styðja með öllum mögulegum ráðum. Þar hefur mennta- og menningarmálaráðherra sannarlega lagt sitt af mörkum. Lilja veit að lestur er þroskandi, eykur samkennd og víðsýni og eflir hið mikilvæga ímyndunarafl. Ráðherranum er sömuleiðis annt um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, eins og sannarlega er þörf á. Þar má vissulega deila um einstaka útfærslur en því ber að fagna að loksins sé gripið til nauðsynlegra björgunaraðgerða. Í vikunni boðaði Lilja síðan stórsókn í menntamálum til að fjölga kennurum og styðja við hið mikilvæga starf þeirra. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám og þeir geta einnig sótt um námsstyrki. Það er ekki oft sem ákvarðanir stjórnmálamanna framkalla orðin: „Loksins, loksins …“ en Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, lét einmitt þau orð falla í viðtali og bætti við að nú væri fókusinn kominn á réttan stað, sem sagt á mannauðinn í menntakerfinu. Það er langt í frá að þjóðin sé alltaf ánægð með ráðherra sína. Hún á samt að kunna að meta það sem vel er gert. Ljóst er að Lilja Alfreðsdóttir er að standa sig stórvel í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þarna er kona sem er sannarlega á réttum stað. Megi hún vera þar sem lengst.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun