Mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2019 10:27 Sannleikurinn er sá að það þýðir ekkert að vera svartsýnn og sjá allt dökkt framundan segir Geir skipstjóri. Vísir/Hari Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu. Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar í gær í þeim tilgangi að sækja loðnunót að því er greint er frá á vef Síldarvinnslunni. Polar Amaroq hefur að undanförnu sinnt loðnuleit við landið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Rætt er við Geir á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem hann var spurður út í það hvers vegna veiðarfærið væri sótt. „Við höfum verið að sinna loðnuleit fyrir sunnan land síðustu daga. Þar er loðna á ferðinni og ég trúi því að ef finnst meiri loðna fyrir norðan og út af Vestfjörðum þá verði gefinn út einhver kvóti. Við erum einmitt núna að halda norður fyrir land í frekari leit. Ef eitthvað finnst fyrir norðan og vestan og kvóti verður gefinn út þá mega menn engan tíma missa,“ segir Geir. Þess vegna hafi þeir tekið nótina um borð. „Við ætlum að vera tilbúnir að hefja veiðar strax og við ætlum að verða fyrstir til að kasta. Ég er mjög bjartsýnn á að finnist meiri loðna. Það hafa borist einhverjar fréttir frá skipum fyrir norðan þannig að bjartsýni mín er rökstudd. Sannleikurinn er sá að það þýðir ekkert að vera svartsýnn og sjá allt dökkt framundan. Það hafa engir verið jafn iðnir við loðnuleit að undanförnu og við á Polar Amaroq og ég trúi því að það eigi eftir að finnast meiri loðna og sú trú er nokkuð sterk. Það var unaðslegt að taka nótina um borð. Ég fyllist alltaf ákveðinni vellíðunartilfinningu þegar nótaveiðar eru að hefjast og það þýðir ekkert annað en að trúa því að það sé að fara að gerast,“ segir Geir. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu. Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar í gær í þeim tilgangi að sækja loðnunót að því er greint er frá á vef Síldarvinnslunni. Polar Amaroq hefur að undanförnu sinnt loðnuleit við landið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Rætt er við Geir á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem hann var spurður út í það hvers vegna veiðarfærið væri sótt. „Við höfum verið að sinna loðnuleit fyrir sunnan land síðustu daga. Þar er loðna á ferðinni og ég trúi því að ef finnst meiri loðna fyrir norðan og út af Vestfjörðum þá verði gefinn út einhver kvóti. Við erum einmitt núna að halda norður fyrir land í frekari leit. Ef eitthvað finnst fyrir norðan og vestan og kvóti verður gefinn út þá mega menn engan tíma missa,“ segir Geir. Þess vegna hafi þeir tekið nótina um borð. „Við ætlum að vera tilbúnir að hefja veiðar strax og við ætlum að verða fyrstir til að kasta. Ég er mjög bjartsýnn á að finnist meiri loðna. Það hafa borist einhverjar fréttir frá skipum fyrir norðan þannig að bjartsýni mín er rökstudd. Sannleikurinn er sá að það þýðir ekkert að vera svartsýnn og sjá allt dökkt framundan. Það hafa engir verið jafn iðnir við loðnuleit að undanförnu og við á Polar Amaroq og ég trúi því að það eigi eftir að finnast meiri loðna og sú trú er nokkuð sterk. Það var unaðslegt að taka nótina um borð. Ég fyllist alltaf ákveðinni vellíðunartilfinningu þegar nótaveiðar eru að hefjast og það þýðir ekkert annað en að trúa því að það sé að fara að gerast,“ segir Geir.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira