Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 19:21 Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin en Samtök atvinnulífsins hvetja gististaðaeigendur að fara að öllum settum reglum. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðun Eflingar vegna þess að samtökin töldu vanhöld á því hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu félagsins. Það var því spennuþrungin stund þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og framkvæmdastjóri félagsins mættu í félagsdóm klukkan eitt í dag ásamt lögmanni Samtaka atvinnulífsins til að heyra dómsorð félagsdóms. Karl Ó. Karlsson lögmaður Eflingar var ánægður þegar hann gekk út úr réttarsal og sagði niðurstöðuna hafa farið á betri veg og Sólveig var ekki síður glöð. „Þetta fór eins vel og hugsast gat þannig að við fáum að halda kvennaverkfall á morgun.”Það hlýtur að vera mikill léttir eftir allt sem á undan er gengið? „Mér er kannski ekki endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð,” sagði Sólveig. Karl viðurkenndi hins vegar að hann hafi efast eins og lögmönnum sé tamt. „Jú, það er náttúrlega alltaf vafi. Það voru auðvitað rök á báða bóga. En dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir, töldu að það væri rétt að sýkna. Einn vildi dæma verkfallið ólögmætt. Þannig að verkfallið stendur,” sagði lögmaðurinn augljóslega létt við dóminn. Formaðurinn segir verkfallsvörslu hafa verið skipulagða en þótt ýmislegt misjafnt hafi frést innan af hótelum á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir fari aðgerðirnar vonandi átakalaust fram. „Þá held ég að við séum sannarlega búin að koma þeim skilaboðum mjög vel og rækilega til skila að fólk sé að fara í verkfall. Að við munum ekki líða nein verkfallsbrot augljóslega og við hvetjum alla sem leggja niður störf á morgun að koma í Gamla bíó klukkan tíu þar sem við ætlum að eyða deginum saman,” sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að virða rétt beggja aðila til að vísa vafaatriðum til félagsdóms. „Hann liggur fyrir núna og hann féll okkur ekki í hag og við unum því að sjálfsögðu.”En eru þetta vonbrigði miðað við það sem á undan er gengið? „Þetta var að mörgu leyti óvænt. En svona er þetta þegar mál eru sett í dóm. Þau geta fallið á hvora vegu sem er og í dag fór þetta okkur í óhag,” segir Halldór Benjamín. Hann búist við að aðgerðirnar á morgun fari friðsamlega fram. „Leikreglurnar eru nú býsna skýrar hvað þetta varðar. Við höfum gefið út þau skilaboð til okkar félagsmanna alveg skýrt og skorinort að hlýta þeim leikreglum í hvívetna. Og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við hinum megin við borðið,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin en Samtök atvinnulífsins hvetja gististaðaeigendur að fara að öllum settum reglum. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðun Eflingar vegna þess að samtökin töldu vanhöld á því hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu félagsins. Það var því spennuþrungin stund þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og framkvæmdastjóri félagsins mættu í félagsdóm klukkan eitt í dag ásamt lögmanni Samtaka atvinnulífsins til að heyra dómsorð félagsdóms. Karl Ó. Karlsson lögmaður Eflingar var ánægður þegar hann gekk út úr réttarsal og sagði niðurstöðuna hafa farið á betri veg og Sólveig var ekki síður glöð. „Þetta fór eins vel og hugsast gat þannig að við fáum að halda kvennaverkfall á morgun.”Það hlýtur að vera mikill léttir eftir allt sem á undan er gengið? „Mér er kannski ekki endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð,” sagði Sólveig. Karl viðurkenndi hins vegar að hann hafi efast eins og lögmönnum sé tamt. „Jú, það er náttúrlega alltaf vafi. Það voru auðvitað rök á báða bóga. En dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir, töldu að það væri rétt að sýkna. Einn vildi dæma verkfallið ólögmætt. Þannig að verkfallið stendur,” sagði lögmaðurinn augljóslega létt við dóminn. Formaðurinn segir verkfallsvörslu hafa verið skipulagða en þótt ýmislegt misjafnt hafi frést innan af hótelum á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir fari aðgerðirnar vonandi átakalaust fram. „Þá held ég að við séum sannarlega búin að koma þeim skilaboðum mjög vel og rækilega til skila að fólk sé að fara í verkfall. Að við munum ekki líða nein verkfallsbrot augljóslega og við hvetjum alla sem leggja niður störf á morgun að koma í Gamla bíó klukkan tíu þar sem við ætlum að eyða deginum saman,” sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að virða rétt beggja aðila til að vísa vafaatriðum til félagsdóms. „Hann liggur fyrir núna og hann féll okkur ekki í hag og við unum því að sjálfsögðu.”En eru þetta vonbrigði miðað við það sem á undan er gengið? „Þetta var að mörgu leyti óvænt. En svona er þetta þegar mál eru sett í dóm. Þau geta fallið á hvora vegu sem er og í dag fór þetta okkur í óhag,” segir Halldór Benjamín. Hann búist við að aðgerðirnar á morgun fari friðsamlega fram. „Leikreglurnar eru nú býsna skýrar hvað þetta varðar. Við höfum gefið út þau skilaboð til okkar félagsmanna alveg skýrt og skorinort að hlýta þeim leikreglum í hvívetna. Og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við hinum megin við borðið,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21