Telur nafnbirtingar í málum vændiskaupenda ekki vera réttu leiðina Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 21:47 Brynjar og Bjarkey ræddu nafnbirtingar í málum vændiskaupenda í Kastljósi kvöldsins. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“ Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“
Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25