Ætlar einn í hringferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2019 07:30 Utanríkisráðherra var glaðbeittur á fundi sínum með Mike Pompeo í Hörpu þótt hans væri sárt saknað annars staðar á meðan. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira