Ætlar einn í hringferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2019 07:30 Utanríkisráðherra var glaðbeittur á fundi sínum með Mike Pompeo í Hörpu þótt hans væri sárt saknað annars staðar á meðan. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
„Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira