Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 11:36 Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49