Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2019 17:12 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
„Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06