Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Andri Eysteinsson skrifar 8. mars 2019 18:50 Landsréttur mildaði dóminn sem féll í héraði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér. Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér.
Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira