Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2019 22:45 Í fjórða sinn er útboði á vegum heilbrigðisráðuneytisins vegna sjúkrabíla frestað. Flotinn er farinn að láta á sjá Vísir/JóhannK Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytisins fengið opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum frestað fram í ágúst. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.Ástæðan er að samningaviðræður milli ráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla í landinu þarf að leiða til lykta, en forsenda þess að útboð geti farið fram er að samkomulag náist í viðræðum milli aðila um yfirtöku ríkisins á rekstrinum.Sjá einnig:Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluSjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi. Vegna málsins sendu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að báðir aðilar hafi um alllangt skeið unnið að samkomulagi varðandi samning sem sé í gildi og hafi verið um útvegun og rekstur sjúkrabíla á hendi Rauða krossins.Sjúkraflutningamenn og lögregla á vettvangu umferðarslyss á Lambhagavegi nýverið.Vísir/JóhannKÚtboði frestað aftur í dag Aðilar eru sammála um að meginmarkmiðið verði að vera að tryggja landsmönnum áfram örugga sjúkraflutninga og sjá til þess að unnt verði að ráðast sem fyrst í nauðsynlega endurnýjun sjúkrabíla. Samkvæmt upplýsingum frestast því opnun útboðs um 158 daga en líklegt er að útboð frá því það er opnað taki um níu til tíu mánuði þar til fyrstu bílar eru komnir til landsins og tilbúnir til notkunar. Þetta er í fjórða sinni sem útboði er frestað.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKViðurkennt af báðum aðilum að ástandið sé ekki eðlilegt.Í yfirlýsingunni segir að nauðsynlegt sé að skoða allar leiðir að lausnum til lengri og skemmri tíma litið þannig að rekstur og endurnýjun sjúkrabílaflotans geti komist í eðlilegt horf hið allra fyrsta. Á meðan aðilar skoða lausnir eldist flotinn hratt. Fréttastofan hefur fjallað ítarlega um ástand sjúkrabílaflotans frá því heilbrigðisráðherra tilkynnti um yfirtöku á rekstrinum í mars í fyrra. Deilan á milli aðila er í algjörum hnút og virðist hvorugur ætla gefa eftir svo einhverju nemi. Sagt var frá því um miðjan febrúar að vegna ástandsins hafi Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn sammála um að ráðgjafafyrirtæki myndi vinna úttekt á aðskilnaði aðila og var skýrslunni skilað í febrúar. Þegar samningsaðilar höfðu kynnt sér efni skýrslunnar voru þeir ásáttir um að birta efni hennar ekki opinberlega, eftir að fréttastofan óskaði eftir skýrslunni.Sjá nánar: Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Fréttastofan óskaði þá eftir, á grundvelli upplýsingalaga, að fá skýrsluna til skoðunar auk allra tölvupóstsamskipta á milli aðila vegna málsins. Heilbrigðisráðuneytið fékk frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð hvers vegna ekki megi gera efni skýrslunnar opinbert.Sjúkrabíll á vettvangi umferðarslyss.Vísir/JóhannKRauði krossinn sendir umsjónarmönnum greinargerð Í byrjun mars sendi Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi greinargerð til allra umsjónarmanna sjúkrabíla í landinu þar sem greint var frá stöðu mála. Í greinargerðinni, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir Kristín að Rauði krossinn deili þeim áhyggjum sem sjúkraflutningamenn og rekstraraðilar hafa komið á framfæri í fjölmiðlum og tekur undir að það eru bæði vonbrigði og aukin áhætta fyrir sjúkraflutninga í landinu að enn á ný skuli nauðsynleg endurnýjun sjúkrabíla tefjast með þeirri ákvörðun ríkisins að fresta útboði sínu á sjúkrabílum og áréttað að útboðið er ekki á vegum Rauða krossins heldur ríkisins. Þá segir Kristín í bréfinu að viðræður um yfirtöku ríkisins á rekstrinum og uppgjör hafi staðið nú í tvö og hálft ár og að Rauði krossinn hafi boðið ríkinu samning árið 2018 til þriggja ára á meðan skipulag yfirtökunnar yrði mótað. Á það hafi ráðuneytið ekki fallist.Á vettvangi umferðarslyssVísir/JóhannKSegir umfjöllun um sjúkrabílaflotann ekki að öllu leyti sanngjarna og réttmæta Kristín segir jafnframt í bréfinu að Rauði krossinn sé sammála því sem komið hafi fram í fjölmiðlum að staðan sé mikið áhyggjuefni og þolmörkum hafi verið náð en að sú umfjöllun sem hafi birst um aldur og akstur bílaflotans hafi hins vegar ekki að öllu leyti sanngjörn og réttmæt.Sjá einnig: „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“Samningurinn um Sjúkrabílasjóð nái til 68 bíla og þeir 16 bílar sem Rauði krossinn útvegar til viðbótar, sem eru eðli máls samkvæmt bæði meira eknir og eldri en þeir bílar sem samningurinn nær til, hækkar eðlilega bæði meðalaldur og meðalakstur heildarflotans. Þá segir að þeir viðbótarbílar gera það hins vegar kleift að draga úr áhættu í sjúkraflutningum þar sem fleiri bílar eru tiltækir en gert var ráð fyrir. Þessi orð Kristínar í greinargerðinni stangast á við ummæli umsjónaraðila sjúkrabíla víða um land sem fréttastofan hefur rætt við. Þeir eru sammála um að allt of oft gerist það að sjúkrabílar sem sé löngu komnir á aldur og eknir langt um meira en eðlilegt getur talist séu úr umferð vegna bilunar og þá í langan tíma.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsend Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytisins fengið opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum frestað fram í ágúst. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.Ástæðan er að samningaviðræður milli ráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla í landinu þarf að leiða til lykta, en forsenda þess að útboð geti farið fram er að samkomulag náist í viðræðum milli aðila um yfirtöku ríkisins á rekstrinum.Sjá einnig:Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluSjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi. Vegna málsins sendu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að báðir aðilar hafi um alllangt skeið unnið að samkomulagi varðandi samning sem sé í gildi og hafi verið um útvegun og rekstur sjúkrabíla á hendi Rauða krossins.Sjúkraflutningamenn og lögregla á vettvangu umferðarslyss á Lambhagavegi nýverið.Vísir/JóhannKÚtboði frestað aftur í dag Aðilar eru sammála um að meginmarkmiðið verði að vera að tryggja landsmönnum áfram örugga sjúkraflutninga og sjá til þess að unnt verði að ráðast sem fyrst í nauðsynlega endurnýjun sjúkrabíla. Samkvæmt upplýsingum frestast því opnun útboðs um 158 daga en líklegt er að útboð frá því það er opnað taki um níu til tíu mánuði þar til fyrstu bílar eru komnir til landsins og tilbúnir til notkunar. Þetta er í fjórða sinni sem útboði er frestað.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKViðurkennt af báðum aðilum að ástandið sé ekki eðlilegt.Í yfirlýsingunni segir að nauðsynlegt sé að skoða allar leiðir að lausnum til lengri og skemmri tíma litið þannig að rekstur og endurnýjun sjúkrabílaflotans geti komist í eðlilegt horf hið allra fyrsta. Á meðan aðilar skoða lausnir eldist flotinn hratt. Fréttastofan hefur fjallað ítarlega um ástand sjúkrabílaflotans frá því heilbrigðisráðherra tilkynnti um yfirtöku á rekstrinum í mars í fyrra. Deilan á milli aðila er í algjörum hnút og virðist hvorugur ætla gefa eftir svo einhverju nemi. Sagt var frá því um miðjan febrúar að vegna ástandsins hafi Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn sammála um að ráðgjafafyrirtæki myndi vinna úttekt á aðskilnaði aðila og var skýrslunni skilað í febrúar. Þegar samningsaðilar höfðu kynnt sér efni skýrslunnar voru þeir ásáttir um að birta efni hennar ekki opinberlega, eftir að fréttastofan óskaði eftir skýrslunni.Sjá nánar: Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Fréttastofan óskaði þá eftir, á grundvelli upplýsingalaga, að fá skýrsluna til skoðunar auk allra tölvupóstsamskipta á milli aðila vegna málsins. Heilbrigðisráðuneytið fékk frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð hvers vegna ekki megi gera efni skýrslunnar opinbert.Sjúkrabíll á vettvangi umferðarslyss.Vísir/JóhannKRauði krossinn sendir umsjónarmönnum greinargerð Í byrjun mars sendi Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi greinargerð til allra umsjónarmanna sjúkrabíla í landinu þar sem greint var frá stöðu mála. Í greinargerðinni, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir Kristín að Rauði krossinn deili þeim áhyggjum sem sjúkraflutningamenn og rekstraraðilar hafa komið á framfæri í fjölmiðlum og tekur undir að það eru bæði vonbrigði og aukin áhætta fyrir sjúkraflutninga í landinu að enn á ný skuli nauðsynleg endurnýjun sjúkrabíla tefjast með þeirri ákvörðun ríkisins að fresta útboði sínu á sjúkrabílum og áréttað að útboðið er ekki á vegum Rauða krossins heldur ríkisins. Þá segir Kristín í bréfinu að viðræður um yfirtöku ríkisins á rekstrinum og uppgjör hafi staðið nú í tvö og hálft ár og að Rauði krossinn hafi boðið ríkinu samning árið 2018 til þriggja ára á meðan skipulag yfirtökunnar yrði mótað. Á það hafi ráðuneytið ekki fallist.Á vettvangi umferðarslyssVísir/JóhannKSegir umfjöllun um sjúkrabílaflotann ekki að öllu leyti sanngjarna og réttmæta Kristín segir jafnframt í bréfinu að Rauði krossinn sé sammála því sem komið hafi fram í fjölmiðlum að staðan sé mikið áhyggjuefni og þolmörkum hafi verið náð en að sú umfjöllun sem hafi birst um aldur og akstur bílaflotans hafi hins vegar ekki að öllu leyti sanngjörn og réttmæt.Sjá einnig: „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“Samningurinn um Sjúkrabílasjóð nái til 68 bíla og þeir 16 bílar sem Rauði krossinn útvegar til viðbótar, sem eru eðli máls samkvæmt bæði meira eknir og eldri en þeir bílar sem samningurinn nær til, hækkar eðlilega bæði meðalaldur og meðalakstur heildarflotans. Þá segir að þeir viðbótarbílar gera það hins vegar kleift að draga úr áhættu í sjúkraflutningum þar sem fleiri bílar eru tiltækir en gert var ráð fyrir. Þessi orð Kristínar í greinargerðinni stangast á við ummæli umsjónaraðila sjúkrabíla víða um land sem fréttastofan hefur rætt við. Þeir eru sammála um að allt of oft gerist það að sjúkrabílar sem sé löngu komnir á aldur og eknir langt um meira en eðlilegt getur talist séu úr umferð vegna bilunar og þá í langan tíma.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsend
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira