Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2019 00:03 Myndin er tekin við Gamla bíó á föstudagsmorugn þar sem Efling var með verkfallsmiðstöð sína. vísir/vilhelm Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36