Andvíg þvingunum en ekki bólusetningum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2019 07:00 Halldóra hefur verið þráspurð um skoðanir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00