Bólusett fyrir mislingum í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. mars 2019 10:10 Bólusett verður fyrir mislingum í dag. Vísir/Vilhelm Í dag munu heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi bjóða upp á bólusetningar gegn mislingum, en á síðustu dögum hefur Landspítalinn staðfest fimm mislingatilfelli hér á landi. Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu bjóða öllum foreldrum með börn á aldrinum 6-18 mánaða að koma og láta bólusetja börn sín í dag eða á morgun. Allar heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins verða opnar á milli 12 og 15 í dag. Þar að auki verður í boði fyrir einstaklinga fædda eftir 1970 sem ekki hafa verið bólusettir, að koma og láta bólusetja sig. Á Austurlandi hófst bólusetningarátakið í gær og í dag geta allir eldri en sex mánaða og fæddir eftir 1970 sem ekki hafa fengið bólusetningu farið í bólusetningu milli 10 og 15. Þeir sem telja sig hafa verið í samskiptum við mislingasmitaðan einstakling eru svo beðnir um að koma í bólusetningu milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Bólusett verður á Egilsstöðum og Eskifirði. Því fólki sem vill kanna hvort það hafi fengið mislingabólusetningu er bent á að skoða bólusetningarskírteini sitt eða kanna bólusetningar sínar á vef Heilsuveru eða á island.is. Þá er einnig hægt að fá upplýsingar um mislinga í síma 1700. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. 19. febrúar 2019 11:29 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira
Í dag munu heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi bjóða upp á bólusetningar gegn mislingum, en á síðustu dögum hefur Landspítalinn staðfest fimm mislingatilfelli hér á landi. Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu bjóða öllum foreldrum með börn á aldrinum 6-18 mánaða að koma og láta bólusetja börn sín í dag eða á morgun. Allar heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins verða opnar á milli 12 og 15 í dag. Þar að auki verður í boði fyrir einstaklinga fædda eftir 1970 sem ekki hafa verið bólusettir, að koma og láta bólusetja sig. Á Austurlandi hófst bólusetningarátakið í gær og í dag geta allir eldri en sex mánaða og fæddir eftir 1970 sem ekki hafa fengið bólusetningu farið í bólusetningu milli 10 og 15. Þeir sem telja sig hafa verið í samskiptum við mislingasmitaðan einstakling eru svo beðnir um að koma í bólusetningu milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Bólusett verður á Egilsstöðum og Eskifirði. Því fólki sem vill kanna hvort það hafi fengið mislingabólusetningu er bent á að skoða bólusetningarskírteini sitt eða kanna bólusetningar sínar á vef Heilsuveru eða á island.is. Þá er einnig hægt að fá upplýsingar um mislinga í síma 1700.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. 19. febrúar 2019 11:29 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. 19. febrúar 2019 11:29
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05