SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 12:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15
Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00