Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 13:06 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkfallsjóði félagsins sterka. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir það taka um tvær vikur að undirbúa stór verkföll. Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir verkfallsjóðinn standa vel og geti greitt út tekjutap fólks komi til verkfalla. Verkfall má framkvæma með ýmsum hætti án þess að það teljist ólöglegt. Hægt er að setja á yfirvinnubann, að ekki sé unnið um helgar, að hluti hópsins á vinnustað leggi niður störf í tiltekinn tíma eða að vissir þættir starfs séu ekki unnir. „Verkalýðsfélögin ákveða það hvaða hópa þau vilja láta verkfallið taka til. Þau geta látið það taka til allra félagsmanna sinna, eða þau geta takmarkað það við starfsmenn á tilteknum vinnustöðum, ákveðin verk sem eru framkvæmd, það eru allskonar möguleikar opnir í því,“ segir Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ. Ákvörðun um verkfall verður að taka í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu hjá þeim hópi sem fara á í verkfallið. Meirihlutinn þarf að samþykkja. Þeir sem ekki samþykkja fara þó í verkfall komi til þess. Stéttarfélögin ráða framkvæmd verkfallsins. Þegar ákvörðun liggur fyrir þarf að tilkynna ríkissáttasemjara, og þeim sem verkfallið beinist gegn, með sjö daga fyrirvara. Magnús segir misjafnt hve langan tíma undirbúningurinn tekur. „Ætli maður myndi ekki giska rúman hálfan mánuð ef um er að ræða stórt verkfall en það er hægt að gera þetta á skemmri tíma. Kannski tíu dögum hálfum mánuði,“ segir Magnús aðspurður hvað ferlið gæti tekið langan tíma.Sterkir verkfallssjóðir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélög geta komið til móts við tekjutap fólks, komi til verkfalla. „Verkfallssjóðirnir standa svo sannarlega undir því. Vinnudeilusjóður VR stendur í um fjórum milljörðum í dag. Síðan er það hvernig þú boðar til vinnudeilna. Ef við færum til dæmis í allsherjar verkfall eins og boðað var til 2015 þá myndu vinnudeilusjóðir okkar duga skammt í að bæta fólki upp tekjutap. En ef við færum í staðbundin verkföll, þar sem farið væri kannski í aðgerðir á smærri vinnustöðum. Þá munum við hafa getu til að borga fólki full laun og bæta að fullu upp tekjutap sem að fólk verður fyrir í slíkum vinnudeilum,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir verkfallsjóðinn standa vel og geti greitt út tekjutap fólks komi til verkfalla. Verkfall má framkvæma með ýmsum hætti án þess að það teljist ólöglegt. Hægt er að setja á yfirvinnubann, að ekki sé unnið um helgar, að hluti hópsins á vinnustað leggi niður störf í tiltekinn tíma eða að vissir þættir starfs séu ekki unnir. „Verkalýðsfélögin ákveða það hvaða hópa þau vilja láta verkfallið taka til. Þau geta látið það taka til allra félagsmanna sinna, eða þau geta takmarkað það við starfsmenn á tilteknum vinnustöðum, ákveðin verk sem eru framkvæmd, það eru allskonar möguleikar opnir í því,“ segir Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ. Ákvörðun um verkfall verður að taka í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu hjá þeim hópi sem fara á í verkfallið. Meirihlutinn þarf að samþykkja. Þeir sem ekki samþykkja fara þó í verkfall komi til þess. Stéttarfélögin ráða framkvæmd verkfallsins. Þegar ákvörðun liggur fyrir þarf að tilkynna ríkissáttasemjara, og þeim sem verkfallið beinist gegn, með sjö daga fyrirvara. Magnús segir misjafnt hve langan tíma undirbúningurinn tekur. „Ætli maður myndi ekki giska rúman hálfan mánuð ef um er að ræða stórt verkfall en það er hægt að gera þetta á skemmri tíma. Kannski tíu dögum hálfum mánuði,“ segir Magnús aðspurður hvað ferlið gæti tekið langan tíma.Sterkir verkfallssjóðir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélög geta komið til móts við tekjutap fólks, komi til verkfalla. „Verkfallssjóðirnir standa svo sannarlega undir því. Vinnudeilusjóður VR stendur í um fjórum milljörðum í dag. Síðan er það hvernig þú boðar til vinnudeilna. Ef við færum til dæmis í allsherjar verkfall eins og boðað var til 2015 þá myndu vinnudeilusjóðir okkar duga skammt í að bæta fólki upp tekjutap. En ef við færum í staðbundin verkföll, þar sem farið væri kannski í aðgerðir á smærri vinnustöðum. Þá munum við hafa getu til að borga fólki full laun og bæta að fullu upp tekjutap sem að fólk verður fyrir í slíkum vinnudeilum,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira