Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom slasaðri skíðakonu til bjargar

Andri Eysteinsson skrifar
Slysavarnafélagið Landsbjörg aðstoðar nú slasaða skíðakonu í Jökulfjörðunum.
Slysavarnafélagið Landsbjörg aðstoðar nú slasaða skíðakonu í Jökulfjörðunum. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar náði að hífa slasaða skíðakonu um borð en konan hafði slasast í Hrafnsfirði í Jökulfjörðum. Óvíst hafði verið hvort þyrlan gæti athafnað sig vegna veðurs.

Þyrlan náði að hífa konuna um borð um klukkan 17:25 og var hún flutt til Reykjavíkur á sjúkrahús





Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar til að aðstoða slasaða skíðakonu í Hrafnsfirði í Jökulfjörðunum á norðanverðum Vestfjörðum. Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila um klukkan 15:20.

Samkvæmt frétt RÚV hélt þyrlan af stað frá Reykjavík rétt fyrir klukkan fjögur. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir í samtali við Vísi að þyrlan sé komin á staðinn er óvíst er hvort hún geti athafnað sig vegna veðurs. Einnig er hópur manna væntanlegur á slysstað með björgunarskipi frá Ísafirði, reikna má með því að skipið verði komið í Hrafnsfjörð um klukkan 18:20.

Tildrög slyssins og meiðsli konunnar liggja enn sem komið er ekki fyrir. Að sögn Landsbjargar er konan í góðum höndum, enn er óljóst hvort hún verður færð til Ísafjarðar eða Reykjavíkur og fer það eftir mati lækna.

Fréttin var uppfærð klukkan 18:20 með tilkynningu Lögreglunnar á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×