Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 20:00 Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill
Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira