Spennið beltin Hörður Ægisson skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Þetta var aldrei að fara öðruvísi. Leiðtogar hinnar róttæku verkalýðshreyfingar, hvar formaður Eflingar fer fremst í flokki, höfðu lítinn áhuga á að ná kjarasamningum. Tilgangurinn hefur fremur verið að sækjast eftir átökum og verkföllum með pólitísk markmið að leiðarljósi. Nú er það að raungerast. Vanstillt viðbrögð við útspili stjórnvalda hafa undirstrikað þá staðreynd. Tillögur um skattabreytingar, hækkun barnabóta og hækkun persónuafsláttar kosta ríkið um 18 milljarða. Ljóst er að ekki verður gengið lengra – og ríkið á alls ekki að ljá máls á því – nú þegar tekjur ríkissjóðs munu fara þverrandi samhliða niðursveiflu í efnahagslífinu. Með lýðskrum að vopni, þar sem engu er skeytt um efnahagslegar staðreyndir og allir sem dirfast að vara við marxískum orðavaðlinum eru útmálaðir sem óvinir fólksins, hefur formönnum VR og Eflingar, ásamt ýmsum fylgitunglum sínum, tekist að tromma upp sífellt ískyggilegri stemningu í samfélaginu. Þau hafa markvisst spilað á tilfinningar fólks, einkum þeirra sem lægstu launin hafa, og vakið falsvonir um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum og kjarabótum gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum með einu pennastriki. Þetta hefur þeim tekist, sem er kannski hvað alvarlegast, í krafti þess að vera komin með dagskrárvaldið í íslenskum fjölmiðlum. Of fáir eru reiðubúnir að stíga fram og benda á ruglið, sem aðeins magnast upp með hverri vikunni sem líður, og hvaða afleiðingar málflutningur þeirra mun hafa fyrir kjör meginþorra almennings nái hann fram að ganga. Þótt oft hafi hart verið tekist á milli aðila vinnumarkaðarins þá er það líklega einsdæmi að verkalýðshreyfingin, sem er núna stýrt af reynslulitlu fólki, hafi komið fram með eins sverar kröfur á sama tíma og hagkerfið er tekið að kólna mjög snögglega. Hagkerfinu hefur verið haldið í gíslingu vegna þeirrar óvissu sem uppi hefur verið á vinnumarkaði. Stórar ákvarðanir hjá fyrirtækjum og heimilum – hvort sem um er að ræða fjárfestingar eða fasteigna- og bílakaup – eru af þessum sökum margar hverjar í biðstöðu. Leiðandi hagvísir Analytica, sem gefur vísbendingar um umsvif í hagkerfinu að sex mánuðum liðnum, hefur þannig lækkað núna tólf mánuði í röð. Það hefur ekki gerst síðan 2008. Innflutningur er að dragast saman, samdráttur í debetkortaveltu hefur ekki verið meiri í tólf ár og ferðamannafjöldinn er að þróast til verri vegar. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, sem formaður Eflingar telur væntanlega að tilheyri einnig hinum „efnahagslega forréttindahópi“ sem ekki beri að taka mark á, hefur bent á að þetta þýði að hætta sé á alvarlegri stöðnun. Venjulegt íslenskt launafólk, sem stendur undir meginþorra samneyslunnar, kærir sig flest hvert ekkert um að vera notað sem tilraunadýr fyrir marxíska hugmyndafræði byltingarsinna sem telja sig þess umkomna að knýja fram pólitískar kerfisbreytingar. Það vill fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagsmálum. Það hefur tekist síðustu ár þar sem Íslendingar hafa upplifað verðstöðugleika og fordæmalausa kaupmáttaraukningu. Þeim ávinningi á nú að kasta fyrir róða. Ákvörðun um boðun verkfalls mun ein og sér valda ómældu tjóni sem aftur dregur úr getu atvinnurekenda til launahækkana. Allir tapa á þessari brjálsemi sem er í uppsiglingu og mun hafa í för með sér meiriháttar lífskjaraskerðingu fyrir almenning. Gengið mun veikjast, verðbólga aukast, vextir hækka og uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja eru óhjákvæmileg. Spennið beltin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta var aldrei að fara öðruvísi. Leiðtogar hinnar róttæku verkalýðshreyfingar, hvar formaður Eflingar fer fremst í flokki, höfðu lítinn áhuga á að ná kjarasamningum. Tilgangurinn hefur fremur verið að sækjast eftir átökum og verkföllum með pólitísk markmið að leiðarljósi. Nú er það að raungerast. Vanstillt viðbrögð við útspili stjórnvalda hafa undirstrikað þá staðreynd. Tillögur um skattabreytingar, hækkun barnabóta og hækkun persónuafsláttar kosta ríkið um 18 milljarða. Ljóst er að ekki verður gengið lengra – og ríkið á alls ekki að ljá máls á því – nú þegar tekjur ríkissjóðs munu fara þverrandi samhliða niðursveiflu í efnahagslífinu. Með lýðskrum að vopni, þar sem engu er skeytt um efnahagslegar staðreyndir og allir sem dirfast að vara við marxískum orðavaðlinum eru útmálaðir sem óvinir fólksins, hefur formönnum VR og Eflingar, ásamt ýmsum fylgitunglum sínum, tekist að tromma upp sífellt ískyggilegri stemningu í samfélaginu. Þau hafa markvisst spilað á tilfinningar fólks, einkum þeirra sem lægstu launin hafa, og vakið falsvonir um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum og kjarabótum gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum með einu pennastriki. Þetta hefur þeim tekist, sem er kannski hvað alvarlegast, í krafti þess að vera komin með dagskrárvaldið í íslenskum fjölmiðlum. Of fáir eru reiðubúnir að stíga fram og benda á ruglið, sem aðeins magnast upp með hverri vikunni sem líður, og hvaða afleiðingar málflutningur þeirra mun hafa fyrir kjör meginþorra almennings nái hann fram að ganga. Þótt oft hafi hart verið tekist á milli aðila vinnumarkaðarins þá er það líklega einsdæmi að verkalýðshreyfingin, sem er núna stýrt af reynslulitlu fólki, hafi komið fram með eins sverar kröfur á sama tíma og hagkerfið er tekið að kólna mjög snögglega. Hagkerfinu hefur verið haldið í gíslingu vegna þeirrar óvissu sem uppi hefur verið á vinnumarkaði. Stórar ákvarðanir hjá fyrirtækjum og heimilum – hvort sem um er að ræða fjárfestingar eða fasteigna- og bílakaup – eru af þessum sökum margar hverjar í biðstöðu. Leiðandi hagvísir Analytica, sem gefur vísbendingar um umsvif í hagkerfinu að sex mánuðum liðnum, hefur þannig lækkað núna tólf mánuði í röð. Það hefur ekki gerst síðan 2008. Innflutningur er að dragast saman, samdráttur í debetkortaveltu hefur ekki verið meiri í tólf ár og ferðamannafjöldinn er að þróast til verri vegar. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, sem formaður Eflingar telur væntanlega að tilheyri einnig hinum „efnahagslega forréttindahópi“ sem ekki beri að taka mark á, hefur bent á að þetta þýði að hætta sé á alvarlegri stöðnun. Venjulegt íslenskt launafólk, sem stendur undir meginþorra samneyslunnar, kærir sig flest hvert ekkert um að vera notað sem tilraunadýr fyrir marxíska hugmyndafræði byltingarsinna sem telja sig þess umkomna að knýja fram pólitískar kerfisbreytingar. Það vill fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagsmálum. Það hefur tekist síðustu ár þar sem Íslendingar hafa upplifað verðstöðugleika og fordæmalausa kaupmáttaraukningu. Þeim ávinningi á nú að kasta fyrir róða. Ákvörðun um boðun verkfalls mun ein og sér valda ómældu tjóni sem aftur dregur úr getu atvinnurekenda til launahækkana. Allir tapa á þessari brjálsemi sem er í uppsiglingu og mun hafa í för með sér meiriháttar lífskjaraskerðingu fyrir almenning. Gengið mun veikjast, verðbólga aukast, vextir hækka og uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja eru óhjákvæmileg. Spennið beltin.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun