Ég er einn af þeim Þröstur Ólafsson skrifar 22. febrúar 2019 08:45 Ég er einn af þeim sem stóð að útgáfu og söfnun afmælis heillaóska á bók um framtíð jafnaðarstefnu, aðkomu Íslands að sjálfstæðismálum Eystrasaltsríkjanna og aðild landsins að samningnum um EES. Sú bók er ekki aðeins ómissandi heimild um heimssögulega atburði heldur mikilvægt sýnishorn um stjórnmálahugsun og pólitískan feril Jóns Baldvins. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur ritað ítarlegar og skarpar um stjórnmálahugsjón sína á lýðveldistíma en Jón Baldvin. Ég er einn af þeim sem ákváðu að hætta við og fresta útgáfu bókarinnar vegna þess að andrúmloftið í samfélaginu var lævi blandið og umræðan um höfundinn drifinn áfram af hatri sem varhugavert er að fara á fjörurnar við. Ég er einn af þeim sem telur að nú sé komið nóg. Allt hefur sinn tíma og sín takmörk. Líka mannorðsherferð, þar sem markmiðið virðist ekki bara vera að koma höggi á viðkomandi heldur að leggja hann að velli, ræna hann ærunni. Gera hann útlægan í eigin landi. Þeir sem telja Jón Baldvin hafa brotið á sér, eiga skilyrðislaust að leita réttar síns. Við lifum enn í réttarríki – ekki lýðveldi götunnar. Hann verður að lúta niðurstöðu réttvísinnar eins og hver annar. Ég er einn af þeim sem tók þátt í andófi og uppsteiti námsmanna í Vestur Berlín í upphafi sjöunda áratugs liðinnar aldar. Þar voru mörg borgaraleg gildi brotin í spað og einstaklingum ögrað. Ég fylgdist með hvernig fjölmiðlaveldi Springers lagðist af alefli gegn forystumönnum hreyfingarinnar, ofsótti þá, rústaði mannorði þeirra og gerði þá útlæga úr mannlegu samfélagi. einn hafði upptendrast svo af óhróðri og uppspuna Springerpressunnar að hann fann sig knúinn til að reyna að losa þjóðfélagið við þennan ófögnuð og skaut Rudí Dutchke á götu. Við réttarhöld yfir byssumanninum kom fram að sú afskræmda mynd sem fyrrnefndir fjölmiðlar gáfu af stúdentaleiðtoganum hafði myrkvað huga byssumannsins svo, að hann leit nánast á það sem samfélagslegt líknarmál að koma R.D. fyrir kattarnef. Hann var orðinn réttdræpur. Hann varð aldrei samur og jafn og beið að lokum bana af sárunum. Ég er einn af þeim sem fylgdist með afdrifum ýmissa annarra leiðandi einstaklinga úr baráttu okkar stúdentanna á árunum fyrir 1968. Sumir þeirra voru hundeltir svo að þeirra beið ekkert nema útskúfun og atvinnubann. Einn þeirra hafði gengið fram af heiðvirðu fólki með því að koma á fót kommúnu og stofna þannig til óhefðbundins og „ósiðlegs” samlífis karla og kvenna. Ummæli hans og athafnir þóttu sanna að þarna færi stórhættulegur maður. Útskúfunin tókst. Hann einangraðist og veslaðist upp. Þá var oft vitnað til lýðsins sem hrækti á Krist og fékk hann krossfestan. Göbbels hafði rétt fyrir sér. Ef klifað er nógsamlega á sömu fullyrðingunni, þótt uppspuni sé, verður henni trúað. Ég er einn af þeim sem átti aðild að aðgerðum íslenkra stúdenta í sendiráðum landsins á Norðurlöndum í sumarbyrjun 1970. Sem formaðu SÍNE hafði ég nokkuð afgerandi áhrif á að íslenskir stúdentar erlendis efldu til andófsaðgerða. Þrátt fyrir harkaleg viðbrögð sumra fjölmiðla vegna þeirrar „smánar “sem þjóðinni var sýnd, hófst ekkert gjörningaveður gegn einstaklingunum, engar ofsóknir . Mig minnir þó að eitt blað hafi reynt að gera sér bragðvondan mat úr þessu. Forystufólk íslenskra stjórnmála og fjölmiðla lét kjurt liggja. Það sýndi þroska, yfirvegun og hófsemi. Ég er einn af þeim sem tel Jón Baldvin vera einn af merkustu, íslensku stjórnmálamönnum liðinnar aldar, því verk hans hafa skipt þjóðina milku máli og fært okkur mikla hagsæld. Hann er auk þess eini íslenski stjórnmálamaðurinn sem er þekktur, virtur og dáður erlendis. Samningurinn um EES var afar umdeildur á sínum tíma, svo ekki sé meira sagt. Hann hefur fært Íslendingum meiri velmegun og réttarbætur en nokkur annar samningur sem við höfum gert frá fyrra stríði. Fyrir það var JBH borinn þungum sökum; haugar af óhróðri og lygum hrönnuðust upp.Honum var hótað lífláti. Eldur borinn að húsi hans. Landráðamaður ! Ég er einn af þeim sem veit að Jón Baldvin er ekki heilagur maður. Hann er harður í horn að taka og getur verið óvæginn. Þrátt fyrir þær ásakanir sem á honum hafa dunið, og enginn nema hann og þær sem ásaka geta með vissu vitað, hvort eru réttar eða ekki, hefur það verið Íslandi mikið happ að hann skyldi hafa verið til staðar, þegar við urðum að ákveða hvaða leið við áttum að velja í Evrópumálum. Ásamt flokki sínum leiddi Jón Baldvin þjóðina inn í EES. Allir aðrir flokkar höfðu snúist eins og skopparakringlur í málinu að Kvennalistanum einum undanskildum, sem alltaf var á móti. Í gegnum þykkt og þunnt stóð hann með og barðist fyrir frelsiskröfum Eystrasaltsríkjanna, einn forystumanna vestrænna þjóða.Það var ekki gert til að vernda íslenska hagsmuni, þvert á móti.Fyrir þetta tvennt hefur hann hér heima ekki fengið þá viðurkenningu sem skyldi. Bókin átti að vera þessi þakklætisvottur. Alþekkt er að háar byggingar varpa af sér löngum skugga. Ég er einn af þeim sem óska Jóni Baldvini til hamingju með áttræðisafmælið. Við hjónin þökkum áralanga vináttu sem og einstakt framlag hans til íslenskra stjórnmála. Hvorugt fyrnist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Þröstur Ólafsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem stóð að útgáfu og söfnun afmælis heillaóska á bók um framtíð jafnaðarstefnu, aðkomu Íslands að sjálfstæðismálum Eystrasaltsríkjanna og aðild landsins að samningnum um EES. Sú bók er ekki aðeins ómissandi heimild um heimssögulega atburði heldur mikilvægt sýnishorn um stjórnmálahugsun og pólitískan feril Jóns Baldvins. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur ritað ítarlegar og skarpar um stjórnmálahugsjón sína á lýðveldistíma en Jón Baldvin. Ég er einn af þeim sem ákváðu að hætta við og fresta útgáfu bókarinnar vegna þess að andrúmloftið í samfélaginu var lævi blandið og umræðan um höfundinn drifinn áfram af hatri sem varhugavert er að fara á fjörurnar við. Ég er einn af þeim sem telur að nú sé komið nóg. Allt hefur sinn tíma og sín takmörk. Líka mannorðsherferð, þar sem markmiðið virðist ekki bara vera að koma höggi á viðkomandi heldur að leggja hann að velli, ræna hann ærunni. Gera hann útlægan í eigin landi. Þeir sem telja Jón Baldvin hafa brotið á sér, eiga skilyrðislaust að leita réttar síns. Við lifum enn í réttarríki – ekki lýðveldi götunnar. Hann verður að lúta niðurstöðu réttvísinnar eins og hver annar. Ég er einn af þeim sem tók þátt í andófi og uppsteiti námsmanna í Vestur Berlín í upphafi sjöunda áratugs liðinnar aldar. Þar voru mörg borgaraleg gildi brotin í spað og einstaklingum ögrað. Ég fylgdist með hvernig fjölmiðlaveldi Springers lagðist af alefli gegn forystumönnum hreyfingarinnar, ofsótti þá, rústaði mannorði þeirra og gerði þá útlæga úr mannlegu samfélagi. einn hafði upptendrast svo af óhróðri og uppspuna Springerpressunnar að hann fann sig knúinn til að reyna að losa þjóðfélagið við þennan ófögnuð og skaut Rudí Dutchke á götu. Við réttarhöld yfir byssumanninum kom fram að sú afskræmda mynd sem fyrrnefndir fjölmiðlar gáfu af stúdentaleiðtoganum hafði myrkvað huga byssumannsins svo, að hann leit nánast á það sem samfélagslegt líknarmál að koma R.D. fyrir kattarnef. Hann var orðinn réttdræpur. Hann varð aldrei samur og jafn og beið að lokum bana af sárunum. Ég er einn af þeim sem fylgdist með afdrifum ýmissa annarra leiðandi einstaklinga úr baráttu okkar stúdentanna á árunum fyrir 1968. Sumir þeirra voru hundeltir svo að þeirra beið ekkert nema útskúfun og atvinnubann. Einn þeirra hafði gengið fram af heiðvirðu fólki með því að koma á fót kommúnu og stofna þannig til óhefðbundins og „ósiðlegs” samlífis karla og kvenna. Ummæli hans og athafnir þóttu sanna að þarna færi stórhættulegur maður. Útskúfunin tókst. Hann einangraðist og veslaðist upp. Þá var oft vitnað til lýðsins sem hrækti á Krist og fékk hann krossfestan. Göbbels hafði rétt fyrir sér. Ef klifað er nógsamlega á sömu fullyrðingunni, þótt uppspuni sé, verður henni trúað. Ég er einn af þeim sem átti aðild að aðgerðum íslenkra stúdenta í sendiráðum landsins á Norðurlöndum í sumarbyrjun 1970. Sem formaðu SÍNE hafði ég nokkuð afgerandi áhrif á að íslenskir stúdentar erlendis efldu til andófsaðgerða. Þrátt fyrir harkaleg viðbrögð sumra fjölmiðla vegna þeirrar „smánar “sem þjóðinni var sýnd, hófst ekkert gjörningaveður gegn einstaklingunum, engar ofsóknir . Mig minnir þó að eitt blað hafi reynt að gera sér bragðvondan mat úr þessu. Forystufólk íslenskra stjórnmála og fjölmiðla lét kjurt liggja. Það sýndi þroska, yfirvegun og hófsemi. Ég er einn af þeim sem tel Jón Baldvin vera einn af merkustu, íslensku stjórnmálamönnum liðinnar aldar, því verk hans hafa skipt þjóðina milku máli og fært okkur mikla hagsæld. Hann er auk þess eini íslenski stjórnmálamaðurinn sem er þekktur, virtur og dáður erlendis. Samningurinn um EES var afar umdeildur á sínum tíma, svo ekki sé meira sagt. Hann hefur fært Íslendingum meiri velmegun og réttarbætur en nokkur annar samningur sem við höfum gert frá fyrra stríði. Fyrir það var JBH borinn þungum sökum; haugar af óhróðri og lygum hrönnuðust upp.Honum var hótað lífláti. Eldur borinn að húsi hans. Landráðamaður ! Ég er einn af þeim sem veit að Jón Baldvin er ekki heilagur maður. Hann er harður í horn að taka og getur verið óvæginn. Þrátt fyrir þær ásakanir sem á honum hafa dunið, og enginn nema hann og þær sem ásaka geta með vissu vitað, hvort eru réttar eða ekki, hefur það verið Íslandi mikið happ að hann skyldi hafa verið til staðar, þegar við urðum að ákveða hvaða leið við áttum að velja í Evrópumálum. Ásamt flokki sínum leiddi Jón Baldvin þjóðina inn í EES. Allir aðrir flokkar höfðu snúist eins og skopparakringlur í málinu að Kvennalistanum einum undanskildum, sem alltaf var á móti. Í gegnum þykkt og þunnt stóð hann með og barðist fyrir frelsiskröfum Eystrasaltsríkjanna, einn forystumanna vestrænna þjóða.Það var ekki gert til að vernda íslenska hagsmuni, þvert á móti.Fyrir þetta tvennt hefur hann hér heima ekki fengið þá viðurkenningu sem skyldi. Bókin átti að vera þessi þakklætisvottur. Alþekkt er að háar byggingar varpa af sér löngum skugga. Ég er einn af þeim sem óska Jóni Baldvini til hamingju með áttræðisafmælið. Við hjónin þökkum áralanga vináttu sem og einstakt framlag hans til íslenskra stjórnmála. Hvorugt fyrnist.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar