Efling segir túlkun SA á kröfum verkalýðsfélaga vitlausa Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 21:29 Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2 Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2
Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira