Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2019 14:40 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tókust á í morgun. Vísir/Vilhelm Snörp orðaskipti eiganda City Park Hotel í Ármúla og formanns stéttarfélagsins Eflingar í hádeginu hafa vakið mikla athygli. Snerust deilur þeirra um að starfsmenn hótelsins fengju að greiða atkvæði um boðun verkfalls þeirra hótelstarfsmanna sem eru í Eflingu. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem málefni City Park Hotel rata í fjölmiðla en í október síðastliðnum ákvað Vinnueftirlitið að banna alla vinnu hjá City Park Hótel. Hafði eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins leitt í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hefði ekki verið í samræmi við lög og reglur.Vinnueftirlitið mat það svo að veruleg hætta væri fyrir líf og heilbrigði starfsmanna á byggingarvinnustaðnum. Var um að ræða byggingarframkvæmdir við hótelið sem voru í gangi á verkstað án byggingarleyfis frá Reykjavíkurborg, að því er fram kom í ákvörðun Vinnueftirlitsins, og merki um að starfsmenn sofi og hafist við á verkstað.Framkvæmdastjórinn og formaðurinn deildu ansi harkalega fyrr í dag.Vísir/VilhelmVið heimsókn Vinnueftirlitsins á verkstað þann 12. október í fyrra var öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir verkið ekki til staðar. Ástand rafmagnsmála á verkstað var mjög hættulegt að mati Vinnueftirlitsins en rafmagnssnúrur voru hangandi niður úr loftum og ótryggir rafmagnskaplar á milli hæða og í rafmagnstöflu. Slysahætta var af þessu fyrir starfsmenn. Þá taldi Vinnueftirlitið umferðarleiðir á milli á verkstað ófullnægjandi. Starfsmenn þurftu að fara um brattan stiga án handriða. Voru óvarin op í gólfi og við umferðarleiðir og vantaði fallvarnir við op á gólfi. Skapaði þetta slysahættu fyrir starfsmenn að mati eftirlitsins. Þá var notkun persónuhlífa ábótavant þar sem starfsmenn voru ekki í öryggisskóm né með hjálma við vinnu sína. Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Snörp orðaskipti eiganda City Park Hotel í Ármúla og formanns stéttarfélagsins Eflingar í hádeginu hafa vakið mikla athygli. Snerust deilur þeirra um að starfsmenn hótelsins fengju að greiða atkvæði um boðun verkfalls þeirra hótelstarfsmanna sem eru í Eflingu. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem málefni City Park Hotel rata í fjölmiðla en í október síðastliðnum ákvað Vinnueftirlitið að banna alla vinnu hjá City Park Hótel. Hafði eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins leitt í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hefði ekki verið í samræmi við lög og reglur.Vinnueftirlitið mat það svo að veruleg hætta væri fyrir líf og heilbrigði starfsmanna á byggingarvinnustaðnum. Var um að ræða byggingarframkvæmdir við hótelið sem voru í gangi á verkstað án byggingarleyfis frá Reykjavíkurborg, að því er fram kom í ákvörðun Vinnueftirlitsins, og merki um að starfsmenn sofi og hafist við á verkstað.Framkvæmdastjórinn og formaðurinn deildu ansi harkalega fyrr í dag.Vísir/VilhelmVið heimsókn Vinnueftirlitsins á verkstað þann 12. október í fyrra var öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir verkið ekki til staðar. Ástand rafmagnsmála á verkstað var mjög hættulegt að mati Vinnueftirlitsins en rafmagnssnúrur voru hangandi niður úr loftum og ótryggir rafmagnskaplar á milli hæða og í rafmagnstöflu. Slysahætta var af þessu fyrir starfsmenn. Þá taldi Vinnueftirlitið umferðarleiðir á milli á verkstað ófullnægjandi. Starfsmenn þurftu að fara um brattan stiga án handriða. Voru óvarin op í gólfi og við umferðarleiðir og vantaði fallvarnir við op á gólfi. Skapaði þetta slysahættu fyrir starfsmenn að mati eftirlitsins. Þá var notkun persónuhlífa ábótavant þar sem starfsmenn voru ekki í öryggisskóm né með hjálma við vinnu sína.
Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07
Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00