„Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 19:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Aðgerðaráætlun VR var lögð fyrir stjórn og samninganefnd félagsins í dag. Áætlunin var samþykkt einróma og áætlað er að hún verði kynnt næstkomandi föstudag. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðsla meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast í kjölfarið. Þá var einnig samþykkt að þeir félagsmenn sem fara í verkfall verði ekki fyrir tekjutapi á meðan verkfalli stendur heldur fá það að fullu bætt úr verkfallssjóðum félagsins. Fyrirhugaðar aðgerðir beinast að „breiðu bökunu í ferðaþjónustunni“ að sögn Ragnars Þórs sem vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. VR muni funda með trúnaðarmönnum fyrirtækjanna á næstunni til þess að ræða nánara fyrirkomulag og á þriðjudaginn í næstu viku verði boðað til fundar með öllum félagsmönnum VR. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því að félagsmenn okkar, fólkið sem er að vinna þessi störf og eru svo sannarlega breiðu bökin í ferðaþjónustunni, þetta fólk er á launum sem duga ekki til framfærslu, duga ekki fyrir lífskjörum eða til að lifa með mannlegri reisn. Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því, ekki fyrirtækjunum,“ sagði Ragnar Þór aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í Speglinum í dag kom fram að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir VR og Eflingar hljóði upp á sex staðbundin verkföll og að hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samtals yrðu verkfallsdagarnir um átján talsins. Gert er ráð fyrir því að fyrsta verkfallið geti hafist um 20. mars og gæti farið svo að þau stæðu fram yfir miðjan apríl náist samningar ekki. Eftir það tæki við ótímabundið verkfall. Heimildir Spegilsins herma að umrædd fyrirtæki séu Grayline og Reykjavík Excursions en fyrirtækin sjá meðal annars um rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar Þór hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Aðgerðaráætlun VR var lögð fyrir stjórn og samninganefnd félagsins í dag. Áætlunin var samþykkt einróma og áætlað er að hún verði kynnt næstkomandi föstudag. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðsla meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast í kjölfarið. Þá var einnig samþykkt að þeir félagsmenn sem fara í verkfall verði ekki fyrir tekjutapi á meðan verkfalli stendur heldur fá það að fullu bætt úr verkfallssjóðum félagsins. Fyrirhugaðar aðgerðir beinast að „breiðu bökunu í ferðaþjónustunni“ að sögn Ragnars Þórs sem vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. VR muni funda með trúnaðarmönnum fyrirtækjanna á næstunni til þess að ræða nánara fyrirkomulag og á þriðjudaginn í næstu viku verði boðað til fundar með öllum félagsmönnum VR. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því að félagsmenn okkar, fólkið sem er að vinna þessi störf og eru svo sannarlega breiðu bökin í ferðaþjónustunni, þetta fólk er á launum sem duga ekki til framfærslu, duga ekki fyrir lífskjörum eða til að lifa með mannlegri reisn. Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því, ekki fyrirtækjunum,“ sagði Ragnar Þór aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í Speglinum í dag kom fram að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir VR og Eflingar hljóði upp á sex staðbundin verkföll og að hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samtals yrðu verkfallsdagarnir um átján talsins. Gert er ráð fyrir því að fyrsta verkfallið geti hafist um 20. mars og gæti farið svo að þau stæðu fram yfir miðjan apríl náist samningar ekki. Eftir það tæki við ótímabundið verkfall. Heimildir Spegilsins herma að umrædd fyrirtæki séu Grayline og Reykjavík Excursions en fyrirtækin sjá meðal annars um rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar Þór hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15