Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2019 08:00 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórn ISAVIA ohf. ákvað á fundi sínum 2. nóvember 2017 að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 36 prósent. Fjórum dögum síðar voru starfskjör forstjóra Íslandspósts ohf. (ÍSP) rædd á fundi stjórnar og breyting á kjörum afgreidd í árslok sama ár. Þá var samþykkt að hækka laun forstjóra ÍSP um 25 prósent. Ingimundur Sigurpálsson gegnir bæði starfi forstjóra ÍSP og stjórnarformanns ISAVIA. Þetta kemur annars vegar fram í svari ISAVIA við fyrirspurn Fréttablaðsins og hins vegar fram í fundargerðum stjórnar ÍSP. Í svari ISAVIA segir að heildarlaun forstjóra hafi verið hækkuð með ákvörðun stjórnar úr 1.748 þúsund krónum í 2.380 þúsund krónur. Í ráðningarsamningi Björns Óla Haukssonar, forstjóra ISAVIA, er kveðið á um að starfskjör skuli endurskoðuð í janúar ár hvert í samræmi við launaþróun. Hækkuðu þau því um tvö prósent í janúar 2018 og á ný um þrjú prósent í maí 2018 vegna almennra breytinga launa á vinnumarkaði. Standa launin því í um 2,5 milljónum króna nú. „[Starfskjarastefna ISAVIA] skuldbindur m.a. stjórn til þess að endurskoða árlega laun forstjóra og þar er kveðið á um þau viðmið, sem hafa skal til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þar er kveðið sérstaklega á um það að launin skuli sæta breytingum í samræmi við almenna þróun launakjara í sambærilegum fyrirtækjum og vera samkeppnishæf,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar ISAVIA. Einnig hafi verið tekið tillit til fyrirmæla fjármálaráðherra. Á fundi stjórnar ÍSP 6. nóvember 2017, það er fjórum dögum eftir hækkun ISAVIA, upplýsir formaður stjórnar, Thomas Möller á þeim tíma, að starfskjaranefnd ÍSP hafi hitt forstjóra fyrir stjórnarfund. Þann 20. desember sama ár fundar stjórn á ný og segja formaður og varaformaður, það er Svanhildur Hólm Valsdóttir sem jafnframt er aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá viðræðum við Ingimund um laun hans. Stjórn fól formanni að afgreiða málið. Á næsta fundi stjórnar, í janúar 2018, lagði Ingimundur fram bókun þar sem fram kom að hann teldi að fjárhæð launagreiðslu væri ekki í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Laun hans hækkuðu um 25 prósent við breytinguna, urðu tæpar 1,8 milljónir, en það er nokkru lægra en forstjórar ISAVIA, Landsbankans og Landsvirkjunar fengu. Hækkun tveggja síðarnefndu nam rúmum 55 prósentum. Þá fær Ingimundur 380 þúsund sem stjórnarformaður ISAVIA. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, vildi lítið ræða umrædda bókun og aðdraganda launahækkunar sinnar við Fréttablaðið og taldi málið ekki eiga erindi í opinbera umræðu. Óskaði hann eftir skriflegri fyrirspurn til upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en svar við henni hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stjórn ISAVIA ohf. ákvað á fundi sínum 2. nóvember 2017 að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 36 prósent. Fjórum dögum síðar voru starfskjör forstjóra Íslandspósts ohf. (ÍSP) rædd á fundi stjórnar og breyting á kjörum afgreidd í árslok sama ár. Þá var samþykkt að hækka laun forstjóra ÍSP um 25 prósent. Ingimundur Sigurpálsson gegnir bæði starfi forstjóra ÍSP og stjórnarformanns ISAVIA. Þetta kemur annars vegar fram í svari ISAVIA við fyrirspurn Fréttablaðsins og hins vegar fram í fundargerðum stjórnar ÍSP. Í svari ISAVIA segir að heildarlaun forstjóra hafi verið hækkuð með ákvörðun stjórnar úr 1.748 þúsund krónum í 2.380 þúsund krónur. Í ráðningarsamningi Björns Óla Haukssonar, forstjóra ISAVIA, er kveðið á um að starfskjör skuli endurskoðuð í janúar ár hvert í samræmi við launaþróun. Hækkuðu þau því um tvö prósent í janúar 2018 og á ný um þrjú prósent í maí 2018 vegna almennra breytinga launa á vinnumarkaði. Standa launin því í um 2,5 milljónum króna nú. „[Starfskjarastefna ISAVIA] skuldbindur m.a. stjórn til þess að endurskoða árlega laun forstjóra og þar er kveðið á um þau viðmið, sem hafa skal til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þar er kveðið sérstaklega á um það að launin skuli sæta breytingum í samræmi við almenna þróun launakjara í sambærilegum fyrirtækjum og vera samkeppnishæf,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar ISAVIA. Einnig hafi verið tekið tillit til fyrirmæla fjármálaráðherra. Á fundi stjórnar ÍSP 6. nóvember 2017, það er fjórum dögum eftir hækkun ISAVIA, upplýsir formaður stjórnar, Thomas Möller á þeim tíma, að starfskjaranefnd ÍSP hafi hitt forstjóra fyrir stjórnarfund. Þann 20. desember sama ár fundar stjórn á ný og segja formaður og varaformaður, það er Svanhildur Hólm Valsdóttir sem jafnframt er aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá viðræðum við Ingimund um laun hans. Stjórn fól formanni að afgreiða málið. Á næsta fundi stjórnar, í janúar 2018, lagði Ingimundur fram bókun þar sem fram kom að hann teldi að fjárhæð launagreiðslu væri ekki í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Laun hans hækkuðu um 25 prósent við breytinguna, urðu tæpar 1,8 milljónir, en það er nokkru lægra en forstjórar ISAVIA, Landsbankans og Landsvirkjunar fengu. Hækkun tveggja síðarnefndu nam rúmum 55 prósentum. Þá fær Ingimundur 380 þúsund sem stjórnarformaður ISAVIA. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, vildi lítið ræða umrædda bókun og aðdraganda launahækkunar sinnar við Fréttablaðið og taldi málið ekki eiga erindi í opinbera umræðu. Óskaði hann eftir skriflegri fyrirspurn til upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en svar við henni hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00
Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15
Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15
Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00