Segir fjármálaráðherra tala niður til verkafólks í landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Sextán aðildarfélög eru í samfloti SGS en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það verður að koma í ljós hvort þessi fundur hafi einhvern tilgang eða ekki. Eins og staðan er núna þá liggja allar viðræður niðri, líka varðandi sérmálin,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fer fram í dag. Aðalsteinn segir að samninganefnd SGS muni hittast eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara til að ræða stöðuna og næstu skref. Landssamband íslenskra verslunarmanna mun einnig funda með SA hjá ríkissáttasemjara í dag og þá var deilu iðnaðarmanna og SA formlega vísað til sáttasemjara í gær. „Ég tel að deilan sé á því stigi núna að þessir aðilar þurfi bara að hittast einhvers staðar og ræða málin. Ef þetta heldur svona áfram verður þetta nánast óleysanlegt,“ segir Aðalsteinn. Stingur hann upp á því að forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra hitti fulltrúa deiluaðila og finni lausn. Aðalsteinn segir ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmiðlum undanfarið ekki til þess fallin að leysa deiluna. „Mér finnst fjármálaráðherra tala gríðarlega niður til verkafólks í landinu. Það er ekkert gert úr vanda og þeirri baráttu sem þetta fólk er að heyja alla daga við að láta enda ná saman. Það er bara bent á einhver meðaltöl og Excel-skjöl.“ Aðalsteinn vísar sérstaklega í þau ummæli Bjarna að láglaunafólk hafi fengið gríðarlegar launahækkanir. „Þetta er allt fólk með 300 þúsund á mánuði. Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning. Þetta er bara olía á eldinn.“ Ljóst sé að það þurfi að hliðra til varðandi lægstu launin og að til þurfi að koma ákveðnar skattkerfisbreytingar. „Við eigum ekki að vera að eyða einhverjum milljörðum í það að lækka skatta hjá hátekjufólki. Það á að nota það svigrúm sem er til staðar á lægstu launin og búið. Þannig getum við leyst þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30 Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45 Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Það verður að koma í ljós hvort þessi fundur hafi einhvern tilgang eða ekki. Eins og staðan er núna þá liggja allar viðræður niðri, líka varðandi sérmálin,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fer fram í dag. Aðalsteinn segir að samninganefnd SGS muni hittast eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara til að ræða stöðuna og næstu skref. Landssamband íslenskra verslunarmanna mun einnig funda með SA hjá ríkissáttasemjara í dag og þá var deilu iðnaðarmanna og SA formlega vísað til sáttasemjara í gær. „Ég tel að deilan sé á því stigi núna að þessir aðilar þurfi bara að hittast einhvers staðar og ræða málin. Ef þetta heldur svona áfram verður þetta nánast óleysanlegt,“ segir Aðalsteinn. Stingur hann upp á því að forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra hitti fulltrúa deiluaðila og finni lausn. Aðalsteinn segir ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmiðlum undanfarið ekki til þess fallin að leysa deiluna. „Mér finnst fjármálaráðherra tala gríðarlega niður til verkafólks í landinu. Það er ekkert gert úr vanda og þeirri baráttu sem þetta fólk er að heyja alla daga við að láta enda ná saman. Það er bara bent á einhver meðaltöl og Excel-skjöl.“ Aðalsteinn vísar sérstaklega í þau ummæli Bjarna að láglaunafólk hafi fengið gríðarlegar launahækkanir. „Þetta er allt fólk með 300 þúsund á mánuði. Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning. Þetta er bara olía á eldinn.“ Ljóst sé að það þurfi að hliðra til varðandi lægstu launin og að til þurfi að koma ákveðnar skattkerfisbreytingar. „Við eigum ekki að vera að eyða einhverjum milljörðum í það að lækka skatta hjá hátekjufólki. Það á að nota það svigrúm sem er til staðar á lægstu launin og búið. Þannig getum við leyst þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30 Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45 Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30
Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00