Sögulegt tækifæri Agnar Tómas Möller skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun