Sögulegt tækifæri Agnar Tómas Möller skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar