Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra Hörður Ægisson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Gert er ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira
Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira