Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra Hörður Ægisson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Gert er ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira
Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira