„Mannleg mistök“ settu sófa á útsölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 10:20 Húsgagnahöllin segir tölvukerfi sitt ekki bjóða upp á að nálgast nauðsynleg gögn sem hefðu getað rennt stoðum undir útskýringar verslunarinnar. Vísir/GVA Neytendastofa telur Húsgagnahöllina hafa farið á svig við lög þegar verslunin auglýsti sófa á afslætti undir lok síðasta árs. Húsgagnahöllinni tókst ekki að færa sönnur á að umræddur sófi, blár þriggja sæta Mexíkó Vic Navy-sófi, hafi nokkurn tímann verið seldur á fyrra verði. Hefur versluninni því verið bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti áfram.Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunni hafi borist ábendingar um að erfitt væri að sjá að Húsgagnhöllin hafi nokkurn tímann selt sófann á tilgreindu fyrra verði, sem var 79.900 krónur. Fór Neytendastofa því fram á að verslunin myndi útskýra hvernig á þessu gæti staðið. Í svörum Húsgagnahallarinnar kom meðal annars fram að félagið hafi skýrar verklagsreglur um afslætti og tilboð. Í þeim tilvikum sem afslættir séu ekki á ákveðnum vörum, heldur heilum vöruflokkum, beri starfsmönnum að sýna sérstaka varkárni og yfirfara kjör á hverri einustu vöru.Hér má sjá Mexíkó sófa, sem þó er aðeins 2,5 sæti.HúsgagnahöllinÞau tölvukerfi sem Húsgagnahöllin búi yfir geti hins vegar ekki aðstoðað í þessum efnum „og því þurfi mannshöndin að koma að slíkum verkefnum,“ eins og segir í svari verslunarinnar. „Eins og gefi að skilja sé alltaf hætta á mannlegum mistökum í þessum efnum.“ Umræddur sófi hafi þannig ekki átt að vera á afsláttarkjörum samkvæmt framangreindu tilboði heldur átti hann að vera á fullu verði, enda hafi hann hvergi verið auglýstur sértaklega sem afsláttarvara. „Mannleg mistök hafi orðið við uppfærslu á vef félagsins sem leiddu til þess að umræddur sófi var ranglega merktur sem afsláttarvara, þrátt fyrir framangreindar verklagsreglur félagsins,“ segir í ákvörðun Neytendastofu og vísað til svara Húsgagnahallarinnar. Þrátt fyrir þessar útskýraringar ítrekar Neytendastofa að vörur þurfi alltaf að hafa verið seldar á fyrra verði. Fyrirtæki þurfi að geta sýnt fram á að svo hafi verið, til að mynda með kvittunum eða gögnum úr bókhaldi. Það hafi Húsgagnhöllinni hins vegar ekki tekist. „Það að mannleg mistök hafi átt sér stað hefur ekki áhrif á það hvort um brot sé að ræða gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu,“ segir Neytendastofa sem taldi því rétt að banna Húsgagnahöllinni að viðhafa þessa viðskiptahætti.Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Neytendur Tengdar fréttir Segja mannleg mistök valda umdeildum verðmun Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, segir að mannleg mistök valdi verðmun sem fer nú víða um netheima. 31. janúar 2017 21:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Neytendastofa telur Húsgagnahöllina hafa farið á svig við lög þegar verslunin auglýsti sófa á afslætti undir lok síðasta árs. Húsgagnahöllinni tókst ekki að færa sönnur á að umræddur sófi, blár þriggja sæta Mexíkó Vic Navy-sófi, hafi nokkurn tímann verið seldur á fyrra verði. Hefur versluninni því verið bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti áfram.Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunni hafi borist ábendingar um að erfitt væri að sjá að Húsgagnhöllin hafi nokkurn tímann selt sófann á tilgreindu fyrra verði, sem var 79.900 krónur. Fór Neytendastofa því fram á að verslunin myndi útskýra hvernig á þessu gæti staðið. Í svörum Húsgagnahallarinnar kom meðal annars fram að félagið hafi skýrar verklagsreglur um afslætti og tilboð. Í þeim tilvikum sem afslættir séu ekki á ákveðnum vörum, heldur heilum vöruflokkum, beri starfsmönnum að sýna sérstaka varkárni og yfirfara kjör á hverri einustu vöru.Hér má sjá Mexíkó sófa, sem þó er aðeins 2,5 sæti.HúsgagnahöllinÞau tölvukerfi sem Húsgagnahöllin búi yfir geti hins vegar ekki aðstoðað í þessum efnum „og því þurfi mannshöndin að koma að slíkum verkefnum,“ eins og segir í svari verslunarinnar. „Eins og gefi að skilja sé alltaf hætta á mannlegum mistökum í þessum efnum.“ Umræddur sófi hafi þannig ekki átt að vera á afsláttarkjörum samkvæmt framangreindu tilboði heldur átti hann að vera á fullu verði, enda hafi hann hvergi verið auglýstur sértaklega sem afsláttarvara. „Mannleg mistök hafi orðið við uppfærslu á vef félagsins sem leiddu til þess að umræddur sófi var ranglega merktur sem afsláttarvara, þrátt fyrir framangreindar verklagsreglur félagsins,“ segir í ákvörðun Neytendastofu og vísað til svara Húsgagnahallarinnar. Þrátt fyrir þessar útskýraringar ítrekar Neytendastofa að vörur þurfi alltaf að hafa verið seldar á fyrra verði. Fyrirtæki þurfi að geta sýnt fram á að svo hafi verið, til að mynda með kvittunum eða gögnum úr bókhaldi. Það hafi Húsgagnhöllinni hins vegar ekki tekist. „Það að mannleg mistök hafi átt sér stað hefur ekki áhrif á það hvort um brot sé að ræða gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu,“ segir Neytendastofa sem taldi því rétt að banna Húsgagnahöllinni að viðhafa þessa viðskiptahætti.Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Tengdar fréttir Segja mannleg mistök valda umdeildum verðmun Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, segir að mannleg mistök valdi verðmun sem fer nú víða um netheima. 31. janúar 2017 21:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Segja mannleg mistök valda umdeildum verðmun Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, segir að mannleg mistök valdi verðmun sem fer nú víða um netheima. 31. janúar 2017 21:00