Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 08:00 Ísland skortir heildstæða stefnumótun varðandi innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Vísir/getty Sú skylda hvílir á öllum aðildarríkjum Barnasáttmálans að innleiða hann og er sú krafa meðal annars lögð á aðildarríkin í Barnasáttmálanum sjálfum. Ríki sem hafa fullgilt sáttmálann eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera forsendur sáttmálans að veruleika. Til að fylgja þessu eftir ber öllum aðildarríkjum sáttmálans skylda til að senda Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu um stöðu innleiðingar sáttmálans á fimm ára fresti. Í kjölfarið fara stjórnvöld viðkomandi ríkja í úttekt hjá nefndinni sem gefur í framhaldinu út skýrslu um stöðu innleiðingar Barnasáttmálans. „Íslensk stjórnvöld sendu skýrslu til nefndarinnar bara í þarsíðustu viku,“ segir Hjördís Eva Þórðardóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld standa vissulega framarlega þegar kemur að velferð barna, þrátt fyrir það hefur nefndin gert athugasemdir við innleiðingu Barnasáttmálans hér á landi. Ein sú alvarlegasta er án alls vafa að hér á landi er ekki til staðar nein heildstæð stefnumótun um hvernig eigi að innleiða sáttmálann og ríkið hefur ekki átt í neinu samtali við sveitarfélögin um það hvernig þau geti tekið þátt í innleiðingarvinnunni. Ef sveitarfélögin taka ekki þátt í þessari vinnu er auðséð að Barnasáttmálinn verður aldrei innleiddur hér á landi, þar sem þau stýra stærstum hluta af öllu starfi sem hefur áhrif á daglegt líf barna.“ Til að hægt sé að innleiða Barnasáttmálann þarf að fylgja þeim viðmiðum sem Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir innleiðingu hans. Þau viðmið eru skýr og kalla meðal annars á heildstæða stefnumótun um málefni barna þar sem sérstaklega er horft til viðkvæmustu hópa barna. Hjördís Eva segir að íslensk stjórnvöld þurfi að setja sér skilvirkari markmið um innleiðingu Barnasáttmálans og sú stefna þurfi að innihalda áætlun um það hvernig sveitarfélögin koma inn í þá vinnu. „Við hjá UNICEF höfum hannað innleiðingarlíkan fyrir sveitarfélög sem heitir Barnvæn sveitarfélög, barnvaensveitarfelog.is, sem aðstoðar sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmálann. Þar er búið að skipta innleiðingarferlinu upp í skref sem sveitarfélög geta stigið markvisst til að innleiða Barnasáttmálann með markvissum hætti. Við hófum vinnu við þetta líkan með Akureyrarbæ sem hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Sú áætlun er mjög metnaðarfull og umfangsmikil og mun ná til næstu tveggja ára,“ segir Hjördís Eva. „Þegar Akureyri hefur uppfyllt þessa aðgerðaáætlun munu þau fara í úttektarferli hjá UNICEF sem mun leiða til þess að þau geti öðlast viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Barnvænt sveitarfélag, ef þau uppfylla forsendur úttektarinnar. Við erum einnig í samstarfi við Kópavog sem vinnur hörðum höndum að þessu verkefni, en þau eru núna í þeim fasa að kortleggja Barnasáttmálann í Kópavogi og munu í kjölfarið búa til sína aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Það er mikil ánægja sem fylgir því að vinna með þessum tveimur sveitarfélögum sem hafa svo mikinn eldmóð fyrir því að innleiða Barnasáttmálann í allt stjórnkerfi sitt. Vinna þeirra er að ryðja brautina fyrir fleiri sveitarfélög en við hjá UNICEF erum komin með langan biðlista af sveitarfélögum sem vilja vinna að innleiðingu Barnasáttmálans með okkur. Markmiðið er að í gegnum þetta verkefni verði öll sveitarfélög á Íslandi barnvæn sveitarfélög.“ Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, vinnur nú að því að endurskoða þjónustu fyrir börn á Íslandi í samstarfi við fleiri ráðuneyti. Ráðherrann hefur lýst yfir miklum vilja til að vinna samhliða þeirri vinnu að innleiðingu Barnasáttmálans. „Við höfum mikla trú á að sú vinna muni stuðla að markvissari vinnu við að innleiða sáttmálann og að félags- og barnamálaráðherra muni skipta sköpum fyrir innleiðingu Barnasáttmálans,“ segir Hjördís Eva. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sú skylda hvílir á öllum aðildarríkjum Barnasáttmálans að innleiða hann og er sú krafa meðal annars lögð á aðildarríkin í Barnasáttmálanum sjálfum. Ríki sem hafa fullgilt sáttmálann eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera forsendur sáttmálans að veruleika. Til að fylgja þessu eftir ber öllum aðildarríkjum sáttmálans skylda til að senda Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu um stöðu innleiðingar sáttmálans á fimm ára fresti. Í kjölfarið fara stjórnvöld viðkomandi ríkja í úttekt hjá nefndinni sem gefur í framhaldinu út skýrslu um stöðu innleiðingar Barnasáttmálans. „Íslensk stjórnvöld sendu skýrslu til nefndarinnar bara í þarsíðustu viku,“ segir Hjördís Eva Þórðardóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld standa vissulega framarlega þegar kemur að velferð barna, þrátt fyrir það hefur nefndin gert athugasemdir við innleiðingu Barnasáttmálans hér á landi. Ein sú alvarlegasta er án alls vafa að hér á landi er ekki til staðar nein heildstæð stefnumótun um hvernig eigi að innleiða sáttmálann og ríkið hefur ekki átt í neinu samtali við sveitarfélögin um það hvernig þau geti tekið þátt í innleiðingarvinnunni. Ef sveitarfélögin taka ekki þátt í þessari vinnu er auðséð að Barnasáttmálinn verður aldrei innleiddur hér á landi, þar sem þau stýra stærstum hluta af öllu starfi sem hefur áhrif á daglegt líf barna.“ Til að hægt sé að innleiða Barnasáttmálann þarf að fylgja þeim viðmiðum sem Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir innleiðingu hans. Þau viðmið eru skýr og kalla meðal annars á heildstæða stefnumótun um málefni barna þar sem sérstaklega er horft til viðkvæmustu hópa barna. Hjördís Eva segir að íslensk stjórnvöld þurfi að setja sér skilvirkari markmið um innleiðingu Barnasáttmálans og sú stefna þurfi að innihalda áætlun um það hvernig sveitarfélögin koma inn í þá vinnu. „Við hjá UNICEF höfum hannað innleiðingarlíkan fyrir sveitarfélög sem heitir Barnvæn sveitarfélög, barnvaensveitarfelog.is, sem aðstoðar sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmálann. Þar er búið að skipta innleiðingarferlinu upp í skref sem sveitarfélög geta stigið markvisst til að innleiða Barnasáttmálann með markvissum hætti. Við hófum vinnu við þetta líkan með Akureyrarbæ sem hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Sú áætlun er mjög metnaðarfull og umfangsmikil og mun ná til næstu tveggja ára,“ segir Hjördís Eva. „Þegar Akureyri hefur uppfyllt þessa aðgerðaáætlun munu þau fara í úttektarferli hjá UNICEF sem mun leiða til þess að þau geti öðlast viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Barnvænt sveitarfélag, ef þau uppfylla forsendur úttektarinnar. Við erum einnig í samstarfi við Kópavog sem vinnur hörðum höndum að þessu verkefni, en þau eru núna í þeim fasa að kortleggja Barnasáttmálann í Kópavogi og munu í kjölfarið búa til sína aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Það er mikil ánægja sem fylgir því að vinna með þessum tveimur sveitarfélögum sem hafa svo mikinn eldmóð fyrir því að innleiða Barnasáttmálann í allt stjórnkerfi sitt. Vinna þeirra er að ryðja brautina fyrir fleiri sveitarfélög en við hjá UNICEF erum komin með langan biðlista af sveitarfélögum sem vilja vinna að innleiðingu Barnasáttmálans með okkur. Markmiðið er að í gegnum þetta verkefni verði öll sveitarfélög á Íslandi barnvæn sveitarfélög.“ Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, vinnur nú að því að endurskoða þjónustu fyrir börn á Íslandi í samstarfi við fleiri ráðuneyti. Ráðherrann hefur lýst yfir miklum vilja til að vinna samhliða þeirri vinnu að innleiðingu Barnasáttmálans. „Við höfum mikla trú á að sú vinna muni stuðla að markvissari vinnu við að innleiða sáttmálann og að félags- og barnamálaráðherra muni skipta sköpum fyrir innleiðingu Barnasáttmálans,“ segir Hjördís Eva.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira