Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 10:20 Frá mótmælum gegn Indverjum í Quetta í Pakistan. Á borðanum stendur: Her Pakistan sækið fram, þjóðin stendur við bak ykkar. AP/Arshad Butt Yfirvöld Pakistan segjast tilbúin til að sleppa indverskum flugmanni sem skotinn var niður yfir Kasmírhéraði úr haldi. Flugmaðurinn heitir Abhinandan og var skotinn niður eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í. Pakistanar segja Abhinandan í góðu ástandi og vel sé komið fram við hann. Þrátt fyrir það höfðu yfirvöld Pakistan birt myndband og myndi af Abhinandan þar sem hann var með bundið fyrir augun og það blæddi úr andliti hans.Flugmaðurinn indverski sem sagður er heita Abhinandan.AP/Her PakistanIndverjar hafa fordæmt myndefnið og segja það lágkúrulegt og ljóst sé að Abhinandan hafi verið slasaður og segja myndefnið vera brot á alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Þeir hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja.Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir viðræðumYfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins og segjast Pakistanar jafnvel hafa skotið tvær niður en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum víða á landamærum ríkjanna. Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Yfirvöld Pakistan segjast tilbúin til að sleppa indverskum flugmanni sem skotinn var niður yfir Kasmírhéraði úr haldi. Flugmaðurinn heitir Abhinandan og var skotinn niður eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í. Pakistanar segja Abhinandan í góðu ástandi og vel sé komið fram við hann. Þrátt fyrir það höfðu yfirvöld Pakistan birt myndband og myndi af Abhinandan þar sem hann var með bundið fyrir augun og það blæddi úr andliti hans.Flugmaðurinn indverski sem sagður er heita Abhinandan.AP/Her PakistanIndverjar hafa fordæmt myndefnið og segja það lágkúrulegt og ljóst sé að Abhinandan hafi verið slasaður og segja myndefnið vera brot á alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Þeir hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja.Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir viðræðumYfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins og segjast Pakistanar jafnvel hafa skotið tvær niður en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum víða á landamærum ríkjanna.
Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45