Nú verður þetta fyrst vandræðalegt: Dirk útilokar ekki að spila eitt ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 12:30 Dirk Nowitzki og Dwyane Wade fengu báðir að spila í Stjörnuleik NBA 2019 þrátt fyrir að hafa ekki verið valdir þangað samkvæmt hefðbundnum leiðum. Getty/Streeter Lecka Dirk Nowitzki hefur fengið ótal hjartnæmar kveðjur og oft verið sýndur mikill virðingarvottur á leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur. Það héldu allir að þetta yrði hans síðasta tímabil en það gæti breyst. Dirk Nowitzki hefur aldrei gefið það út sjálfur að körfuboltaskórnir færu upp á hillu í lok tímabilsins sem er hans 21. í NBA-deildinni. Kveðjustundin verður því kannski bara vorið 2020 en ekki vorið 2019.Starting again, Dirk still pondering one more year: Mavericks star Dirk Nowitzki has never said this would be his final season, despite receiving farewell tours around the NBA, and he said Wednesday night he'd still love to play next season if he feels… https://t.co/Xx26diCQkapic.twitter.com/IcIz0gDQbM — Daily NBA Fantasy (@DailyNBAFantasy) February 28, 2019 Ökklaaðgerðin síðasta vor kom vel út. Dirk missti af byrjun tímabilsins en hann er allur að braggast. Það hlýtur síðan að spila stóra rullu í öllu saman að Dallas Mavericks ætlar að bjóða upp á spennandi tíveyki á næstu leiktíð með þeim Luka Doncic og Kristaps Porzingis. „Ég myndi elska það að geta verið með þessum ungu strákum eitt ár í viðbót en það fer alveg eftir hvernig líkaminn verður,“ sagði Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt þar sem hann var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar á 22 mínútum í 110-101 sigri á Indiana Pacers. „Það hafa verið smá vandamál. Hnéð bólgnaði aðeins upp á síðustu vikum en mér líður núna betur og er að verða sterkari,“ sagði Dirk. Í leiknum á undan þá tók Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, leikhlé 9,4 sekúndum fyrir leikslok svo að Dirk Nowitzki gæti fengið heiðursskiptingu. Doc gekk svo langt að hann náði í hljóðnema vallarþularins og bað áhorfendum um að hylla Þjóðverjann.@DocRivers calls timeout so the crowd can show @swish41 love! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/VYK5bC3o6P — NBA (@NBA) February 26, 2019Það eru svona dramatískar kveðjur að undanförnu sem gætu litið svolítið vandræðalega út fari svo að Dirk Nowitzki spili sitt 22. tímabil í NBA-deildinni. Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili og þá fékk liðið á dögunum Lettann Kristaps Porzingis í skiptum frá New York Knicks. Kristaps Porzingis er að stíga upp úr hnémeiðslum og er ekki byrjaður að spila með Dallas en það efast enginn um að þar er frábær leikmaður á ferðinni. Porzingis er enn ungur (23 ára) og þess 221 sentímetra framherji ætti að geta myndað mjög spennandi tvíeyki með hinum 201 sentímetra Luka Doncic í framtíðinni. Dallas Mavericks hefur verið liðið hans Dirk Nowitzki undanfarna áratugi en er að verða liðið þeirra Doncic og Porzingis.Tonight will be @swish41 1500th career game...making him the 4th in NBA history! Congrats Dirk! #DirkNowitzkipic.twitter.com/XbHPq46Nfe — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 26, 2019 NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Dirk Nowitzki hefur fengið ótal hjartnæmar kveðjur og oft verið sýndur mikill virðingarvottur á leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur. Það héldu allir að þetta yrði hans síðasta tímabil en það gæti breyst. Dirk Nowitzki hefur aldrei gefið það út sjálfur að körfuboltaskórnir færu upp á hillu í lok tímabilsins sem er hans 21. í NBA-deildinni. Kveðjustundin verður því kannski bara vorið 2020 en ekki vorið 2019.Starting again, Dirk still pondering one more year: Mavericks star Dirk Nowitzki has never said this would be his final season, despite receiving farewell tours around the NBA, and he said Wednesday night he'd still love to play next season if he feels… https://t.co/Xx26diCQkapic.twitter.com/IcIz0gDQbM — Daily NBA Fantasy (@DailyNBAFantasy) February 28, 2019 Ökklaaðgerðin síðasta vor kom vel út. Dirk missti af byrjun tímabilsins en hann er allur að braggast. Það hlýtur síðan að spila stóra rullu í öllu saman að Dallas Mavericks ætlar að bjóða upp á spennandi tíveyki á næstu leiktíð með þeim Luka Doncic og Kristaps Porzingis. „Ég myndi elska það að geta verið með þessum ungu strákum eitt ár í viðbót en það fer alveg eftir hvernig líkaminn verður,“ sagði Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt þar sem hann var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar á 22 mínútum í 110-101 sigri á Indiana Pacers. „Það hafa verið smá vandamál. Hnéð bólgnaði aðeins upp á síðustu vikum en mér líður núna betur og er að verða sterkari,“ sagði Dirk. Í leiknum á undan þá tók Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, leikhlé 9,4 sekúndum fyrir leikslok svo að Dirk Nowitzki gæti fengið heiðursskiptingu. Doc gekk svo langt að hann náði í hljóðnema vallarþularins og bað áhorfendum um að hylla Þjóðverjann.@DocRivers calls timeout so the crowd can show @swish41 love! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/VYK5bC3o6P — NBA (@NBA) February 26, 2019Það eru svona dramatískar kveðjur að undanförnu sem gætu litið svolítið vandræðalega út fari svo að Dirk Nowitzki spili sitt 22. tímabil í NBA-deildinni. Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili og þá fékk liðið á dögunum Lettann Kristaps Porzingis í skiptum frá New York Knicks. Kristaps Porzingis er að stíga upp úr hnémeiðslum og er ekki byrjaður að spila með Dallas en það efast enginn um að þar er frábær leikmaður á ferðinni. Porzingis er enn ungur (23 ára) og þess 221 sentímetra framherji ætti að geta myndað mjög spennandi tvíeyki með hinum 201 sentímetra Luka Doncic í framtíðinni. Dallas Mavericks hefur verið liðið hans Dirk Nowitzki undanfarna áratugi en er að verða liðið þeirra Doncic og Porzingis.Tonight will be @swish41 1500th career game...making him the 4th in NBA history! Congrats Dirk! #DirkNowitzkipic.twitter.com/XbHPq46Nfe — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 26, 2019
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira