Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla vatnsdeigsbollur sem voru vanmerktar með tilliti til ofnmæis- og óþolsvalds, mjólkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllunni.
Stærstur hluti vatnsdeigsbolla á markaði er í tilkynningunni sagður rétt merktur. Frá og með 1. mars verði allar bollur rétt merktar. Því miður hafi gamlir límmiðar farið á hluta framleiðslunnar sem fór í dreifingu í dag, 28. febrúar.
Neytendur með mjólkuróþol eða mjólkurofnæmi eru varaðir við að neyta vörunnar. Segir að varan sé örugg þeim sem ekki hafi mjólkurofnæmi eða mjólkuróþol. Biður Myllan viðskiptavini sína innilegrar velvirðingar á mistökunum. Hægt er að skila bollunum í verslanir þar sem þær voru keyptar.
Vörurnar sem um ræðir eru:
Vnr. 2267 Myllu vatnsdeigsbollur 6stk - strikamerki 5690568022672
Vnr. 2269 Myllu vatnsdeigsbollur litlar 6stk - strikamerki 5690568022696
Myllan innkallar vatnsdeigsbollur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent

Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon
Viðskipti innlent