Mikilvægt að halda loðnuvöktun áfram Sighvatur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 16:00 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Eyþór Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar. Líneik Anna vakti máls á loðnuleit á Alþingi í morgun. Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnunin og sjávarútvegsfyrirtæki hafi leitað um allan sjó finnist hún ekki.Heimili tapa mikilvægum tekjum Líneik segir að loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyritæknin og fyrirtæki um land allt sem þjónusta þau. Einstaklingar og heimili muni einnig tapa mikilvægum tekjum. Sveitarfélög séu þegar farin að huga að endurskoðun fjárhagsáætlana og meta fjárhagsleg áhrif loðnubrests fyrir bæjar- og hafnarsjóði. „Áhrifin á ríkissjóð eru einnig mikil en útflutningsverðmæti loðnu námu tæplega 18 milljörðum á árinu 2018, 0,6% af landsframleiðslu. Verðmæti síðustu ár hafa verið á bilinu 15–30 milljarðar, tæp 10% af útflutningsverðmæti sjávarafurða, oft næstmest á eftir þorskinum,“ sagði Líneik Anna í ræðustól Alþingis í morgun.Fyrsta ár án loðnuveiði frá 1963 Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki segir að ef engin verði loðnuveiðin verði þetta fyrsta árið frá því að loðnuveiðar hófust 1963 sem engin loðna veiðist við landið. Hún segir það einnig áhyggjuefni að ekki liggi fyrir fiskveiðisamningur við Færeyinga um kolmunnaveiðar í færeyskri lögsögu, og beinir þeim orðum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar. Líneik Anna vakti máls á loðnuleit á Alþingi í morgun. Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnunin og sjávarútvegsfyrirtæki hafi leitað um allan sjó finnist hún ekki.Heimili tapa mikilvægum tekjum Líneik segir að loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyritæknin og fyrirtæki um land allt sem þjónusta þau. Einstaklingar og heimili muni einnig tapa mikilvægum tekjum. Sveitarfélög séu þegar farin að huga að endurskoðun fjárhagsáætlana og meta fjárhagsleg áhrif loðnubrests fyrir bæjar- og hafnarsjóði. „Áhrifin á ríkissjóð eru einnig mikil en útflutningsverðmæti loðnu námu tæplega 18 milljörðum á árinu 2018, 0,6% af landsframleiðslu. Verðmæti síðustu ár hafa verið á bilinu 15–30 milljarðar, tæp 10% af útflutningsverðmæti sjávarafurða, oft næstmest á eftir þorskinum,“ sagði Líneik Anna í ræðustól Alþingis í morgun.Fyrsta ár án loðnuveiði frá 1963 Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki segir að ef engin verði loðnuveiðin verði þetta fyrsta árið frá því að loðnuveiðar hófust 1963 sem engin loðna veiðist við landið. Hún segir það einnig áhyggjuefni að ekki liggi fyrir fiskveiðisamningur við Færeyinga um kolmunnaveiðar í færeyskri lögsögu, og beinir þeim orðum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði