Smánarblettur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Ekki er sjálfgefið í sjálfhverfum heimi að einstaklingur sé fær um að elska náungann eins og sjálfan sig. Það má þó alltaf reyna. Víst er að flestir kjósa að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa. Þetta á þó ekki við um alla. Til eru þeir sem virðast alls ófærir um að setja sig í annarra spor, hugur þeirra drífur ekki svo langt og þeir miða allt fyrst og fremst út frá sjálfum sér. Þegar græðgishugsun fangar auk þess huga þeirra er ekki von á góðu. Þegar þessir einstaklingar átta sig á því að hægt er að græða heilmikið með því að auka eymd annarra þá gera þeir það blygðunarlaust. Síðustu daga hafa fréttir af aðbúnaði rúmenskra verkamanna sem starfa fyrir íslenska starfsmannaleigu verið fyrirferðarmiklar í fréttum. Reyndar er þessi fréttaflutningur framhald af umfjöllun sem var í fréttaskýringarþættinum Kveik fyrir nokkrum mánuðum. Það vekur mjög auðveldlega upp þá spurningu af hverju ekki var brugðist við af hörku strax eftir sýningu þess þáttar. Einhverjir sofnuðu greinilega á verðinum. Það er ljóst að á vinnumarkaði þrífast einstaklingar sem hafa komist upp með það að haga sér eins og þrælaeigendur. Þeir ráða til sín erlenda verkamenn, sópa þeim saman inn í kytrur, hirða af þeim háa húsaleigu og borga þeim laun undir lágmarkstaxta, ef þeir á annað borð hafa fyrir því að greiða þeim laun. Vart þarf að hafa mörg orð um einstaklinga sem haga sér á þennan hátt. Þeir eru einfaldlega siðleysingjar. Þessa menn á að draga fram í dagsljósið og kalla þá til ábyrgðar, það á ekki að leyfa þeim að forða sér í skjól. Mannvonska þeirra er hyldjúp. Enginn á að fá að koma fram við aðra eins og þeir hafa komið fram við starfsmenn sína. Þeir eru að stunda glæpastarfsemi og glæpamenn eiga að gjalda fyrir glæpi sína. Í siðuðu samfélagi á þrælahald af þessu tagi ekki að líðast. Samt hefur það þrifist of lengi. Þegar upp kemst um mál af þessu tagi þá er ekki nóg að rekin séu upp undrunaróp, það þarf að bregðast við og hefja rannsókn sem á að taka stuttan tíma og skila raunverulegum aðgerðum. Það á ekki að líðast að einstaklingar sem haga sér eins og þrælaeigendur geti haldið áfram að brjóta á erlendum verkamönnum vikum og mánuðum saman eftir að framferði þeirra hefur verið dregið fram í dagsljósið. Þetta eru einstaklingar sem leggja sig sérstaklega fram við að blekkja og svíkja og leika á kerfið og treysta um leið á að embættismenn sem ættu að sjá við þeim séu bæði svifaseinir og latir. Því miður virðist slíkt of oft vera raunin. Ef ekki væri fyrir framtak fjölmiðla hefði lítið sem ekkert gerst í málum rúmensku verkamannanna sem brotið var svo skelfilega á. Þeir væru enn í vonlausri stöðu með enga útgönguleið. Fjölmargir hafa brugðist í þessu máli. Vonandi sjá þeir hinir sömu sér fært að líta í eigin barm og kannast við mistök sín. Hinn nöturlegi sannleikur er sá að þrælahald hefur verið látið viðgangast. Það er smánarblettur á samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ekki er sjálfgefið í sjálfhverfum heimi að einstaklingur sé fær um að elska náungann eins og sjálfan sig. Það má þó alltaf reyna. Víst er að flestir kjósa að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa. Þetta á þó ekki við um alla. Til eru þeir sem virðast alls ófærir um að setja sig í annarra spor, hugur þeirra drífur ekki svo langt og þeir miða allt fyrst og fremst út frá sjálfum sér. Þegar græðgishugsun fangar auk þess huga þeirra er ekki von á góðu. Þegar þessir einstaklingar átta sig á því að hægt er að græða heilmikið með því að auka eymd annarra þá gera þeir það blygðunarlaust. Síðustu daga hafa fréttir af aðbúnaði rúmenskra verkamanna sem starfa fyrir íslenska starfsmannaleigu verið fyrirferðarmiklar í fréttum. Reyndar er þessi fréttaflutningur framhald af umfjöllun sem var í fréttaskýringarþættinum Kveik fyrir nokkrum mánuðum. Það vekur mjög auðveldlega upp þá spurningu af hverju ekki var brugðist við af hörku strax eftir sýningu þess þáttar. Einhverjir sofnuðu greinilega á verðinum. Það er ljóst að á vinnumarkaði þrífast einstaklingar sem hafa komist upp með það að haga sér eins og þrælaeigendur. Þeir ráða til sín erlenda verkamenn, sópa þeim saman inn í kytrur, hirða af þeim háa húsaleigu og borga þeim laun undir lágmarkstaxta, ef þeir á annað borð hafa fyrir því að greiða þeim laun. Vart þarf að hafa mörg orð um einstaklinga sem haga sér á þennan hátt. Þeir eru einfaldlega siðleysingjar. Þessa menn á að draga fram í dagsljósið og kalla þá til ábyrgðar, það á ekki að leyfa þeim að forða sér í skjól. Mannvonska þeirra er hyldjúp. Enginn á að fá að koma fram við aðra eins og þeir hafa komið fram við starfsmenn sína. Þeir eru að stunda glæpastarfsemi og glæpamenn eiga að gjalda fyrir glæpi sína. Í siðuðu samfélagi á þrælahald af þessu tagi ekki að líðast. Samt hefur það þrifist of lengi. Þegar upp kemst um mál af þessu tagi þá er ekki nóg að rekin séu upp undrunaróp, það þarf að bregðast við og hefja rannsókn sem á að taka stuttan tíma og skila raunverulegum aðgerðum. Það á ekki að líðast að einstaklingar sem haga sér eins og þrælaeigendur geti haldið áfram að brjóta á erlendum verkamönnum vikum og mánuðum saman eftir að framferði þeirra hefur verið dregið fram í dagsljósið. Þetta eru einstaklingar sem leggja sig sérstaklega fram við að blekkja og svíkja og leika á kerfið og treysta um leið á að embættismenn sem ættu að sjá við þeim séu bæði svifaseinir og latir. Því miður virðist slíkt of oft vera raunin. Ef ekki væri fyrir framtak fjölmiðla hefði lítið sem ekkert gerst í málum rúmensku verkamannanna sem brotið var svo skelfilega á. Þeir væru enn í vonlausri stöðu með enga útgönguleið. Fjölmargir hafa brugðist í þessu máli. Vonandi sjá þeir hinir sömu sér fært að líta í eigin barm og kannast við mistök sín. Hinn nöturlegi sannleikur er sá að þrælahald hefur verið látið viðgangast. Það er smánarblettur á samfélagi okkar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun