Viðskiptavinir Trump fá bitlinga frá forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 13:45 Þrátt fyrir há gjöld getur það borgað sig að vera meðlimur í klúbbum Trump eins og Mar-a-Lago. Þar fá félagar reglulega aðgang að forsetanum og sumir eru jafnvel tilnefndir í embætti. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira