Viðskiptavinir Trump fá bitlinga frá forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 13:45 Þrátt fyrir há gjöld getur það borgað sig að vera meðlimur í klúbbum Trump eins og Mar-a-Lago. Þar fá félagar reglulega aðgang að forsetanum og sumir eru jafnvel tilnefndir í embætti. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira