Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. febrúar 2019 16:00 „Þetta er mjög ánægjulegt fyrir okkur sem vinnum að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfum fyrirtækjanna Akurholts og Geiteyrar, sem eru veiðiréttarhafar í Haffjarðará, á hendur Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun. Krafist var ógildingar á starfs- og rekstrarleyfi Arnarlax. Veiðirétthafarnir höfðuðu málið í maí í fyrra og töldu villtum laxastofnum steðja hætta af laxeldinu og þar af leiðandi væri vegið að hagsmunum þeirra sem veiðirétthafar í Haffjarðará. „Þarna staðfestir Landsréttur dóm héraðsdóms um frávísun og þar með að þessar ásakanir séu tilhæfulausar.“ segir Kjartan. Hann segir að Arnarlax stefni á að halda áfram að byggja upp starfsemina en reiknar ekki með því að veiðirétthafar láti staðar nema þrátt fyrir niðurstöðu Landsréttar. „Laxeldið er auðvitað ný grein á Íslandi og ég held að það sé viðbúið að þessar skærur haldi áfram,“ segir Kjartan og segir þetta tiltekna leyfi sem bitist var um fyrir dómi hafi farið í gegn um langt ferli. „Bæði í gegn um leyfisferlana sjálfa með kynningarfrestum og þess háttar og úrskurðarnefndum og loks þessu einkamáli sem væntanlega lýkur þarna. Eftir allan þennan tíma ætla ég ekki að vanmeta sköpunargleði þessara aðila og búumst við því að þeir haldi áfram í einhverju formi. En þetta býr þó til ákveðin ramma og staðfestir að þessar ásakanir eru tilhæfulausar.“ Dómsmál Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
„Þetta er mjög ánægjulegt fyrir okkur sem vinnum að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfum fyrirtækjanna Akurholts og Geiteyrar, sem eru veiðiréttarhafar í Haffjarðará, á hendur Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun. Krafist var ógildingar á starfs- og rekstrarleyfi Arnarlax. Veiðirétthafarnir höfðuðu málið í maí í fyrra og töldu villtum laxastofnum steðja hætta af laxeldinu og þar af leiðandi væri vegið að hagsmunum þeirra sem veiðirétthafar í Haffjarðará. „Þarna staðfestir Landsréttur dóm héraðsdóms um frávísun og þar með að þessar ásakanir séu tilhæfulausar.“ segir Kjartan. Hann segir að Arnarlax stefni á að halda áfram að byggja upp starfsemina en reiknar ekki með því að veiðirétthafar láti staðar nema þrátt fyrir niðurstöðu Landsréttar. „Laxeldið er auðvitað ný grein á Íslandi og ég held að það sé viðbúið að þessar skærur haldi áfram,“ segir Kjartan og segir þetta tiltekna leyfi sem bitist var um fyrir dómi hafi farið í gegn um langt ferli. „Bæði í gegn um leyfisferlana sjálfa með kynningarfrestum og þess háttar og úrskurðarnefndum og loks þessu einkamáli sem væntanlega lýkur þarna. Eftir allan þennan tíma ætla ég ekki að vanmeta sköpunargleði þessara aðila og búumst við því að þeir haldi áfram í einhverju formi. En þetta býr þó til ákveðin ramma og staðfestir að þessar ásakanir eru tilhæfulausar.“
Dómsmál Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira