Veggjöld? Hvernig Veggjöld? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 11. febrúar 2019 15:21 Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Þorvaldur Heiðarsson Vegtollar Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun