Veggjöld? Hvernig Veggjöld? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 11. febrúar 2019 15:21 Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Þorvaldur Heiðarsson Vegtollar Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun