Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 13:00 Helga Vala Helgadóttir situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna. vísir/vilhelm Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira